Sjálfstæðisfólk gæddi sér á hangikjöti í Ásgarði
'}}

Tæplega eitt hundrað manns á öllum aldri komu saman í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gærkvöldi á árlega aðventuhátíð og gæddu sér á hangkjöti með öllu tilheyrandi sem alþingismennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason sáu um að framreiða.

Barnahópur söng nokkur lög undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar, formanns fulltrúaráðsins í Vestmannaeyjum.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmanneyjum ávarpaði samkomuna. Vilhjálmur Árnason fór með hugvekju og sagði jólasögur. Ásmundur Friðriksson sagði jólasögur.

Hátíðin var ákaflega vel heppnuð í alla staði en það var sjálfstæðisfólk úr öllum félögum flokksins í Eyjum sem sá um undirbúninginn.