Sósíalisminn er fullreyndur
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Um þess­ar mund­ir eru 30 ár liðin frá falli Berlín­ar­múrs­ins. Múr­inn var öðru frem­ur tákn um mann­vonsku og grimmd og í raun birt­ing­ar­mynd sósí­al­ism­ans. Með falli hans leið und­ir lok hug­mynda­fræði sem haldið hafði þjóðum Aust­ur-Evr­ópu föngn­um ára­tug­um sam­an. Á sama tíma blómstraði efna­hag­ur flestra ríkja vest­an járntjalds­ins. Íbúar Aust­ur-Þýska­lands, Ung­verja­lands, Tékk­lands, Pól­lands, Eystra­salts­ríkj­anna, Rúm­en­íu og fleiri landa fylgd­ust að sjálf­sögðu með þeirri þróun en fengu lítið að gert. Með reglu­legu milli­bili minntu stjórn­ar­herr­arn­ir í Kreml á hervald sitt og brutu alla sjálf­stæðistil­b­urði á bak aft­ur með of­beldi og vopna­valdi. Berlín 1953, Búdapest 1956 og Prag 1968.

Þessi tíma­mót kalla fram upp­rifj­un af þessu tagi. Á þeim árum sem liðin eru frá falli múrs­ins hafa þjóðir Aust­ur-Evr­ópu losnað úr fjötr­um sov­éska heimsveld­is­ins. Sov­ét­rík­in sjálf eru liðin und­ir lok. Marg­ar þess­ara þjóða hafa öðlast nýtt líf og blómstra í fjölþjóðlegu sam­starfi. Í mjög mörg­um til­vik­um búa þær nú við sömu eða svipuð kjör og þjóðir Vest­ur-Evr­ópu. Íbú­arn­ir ferðast frjáls­ir til annarra landa og fólk úr öðrum ríkj­um ferðast til þess­ara landa án tak­mark­ana eða af­skipta ein­ræðis­herr­anna.

Það er ótrú­legt að hugsa til þess að fyr­ir aðeins 30 árum hafi íbú­ar á meg­in­landi Evr­ópu átt það á hættu að vera tekn­ir af lífi fyr­ir það eitt að ætla sér að flytja á milli borg­ar­hluta. Til eru ótelj­andi heim­ild­ir um líf al­menn­ings und­ir stjórn alræðis­herr­anna sem stjórnuðu Aust­ur-Þýskalandi á þess­um tíma, hvernig fylgst var með fólki, hvernig ná­grann­ar voru fengn­ir til að njósna um og klaga hver ann­an, hvernig rík­is­valdið stýrði allri neyslu og hegðun og þannig mætti áfram telja.

Upp­rifj­un þessa tíma er mik­il­væg áminn­ing um það að hug­mynda­fræði sósí­al­ism­ans verður aldrei haldið við öðru­vísi en með hervaldi og of­beldi gagn­vart al­menn­ingi. Fall Berlín­ar­múrs­ins var mik­il­væg­ur viðburður í sög­unni og ein­hver hefði haldið að eft­ir hann og hrun Sov­ét­ríkj­anna nokkr­um árum síðar hefði sósí­al­ism­inn tal­ist full­reynd­ur. Því miður höf­um við þó yngri dæmi, t.d. í Venesúela.

Sósí­al­ism­inn hef­ur alltaf – og mun alltaf – skerða frelsi ein­stak­ling­anna. Það ríki er ekki til þar sem sósí­al­ism­inn hef­ur fært al­menn­ingi aukna hag­sæld til lengri tíma.

Enn er reynt að selja okk­ur hug­mynd­ir um ágæti sósí­al­ism­ans. Jafn­vel þótt hug­mynda­fræðin sé sett í nýj­an bún­ing og skreytt ýms­um mýt­um um betra líf al­menn­ings þá vit­um við sem er að hún virk­ar ekki. Þess vegna meg­um við aldrei gef­ast upp í bar­átt­unni fyr­ir auknu frelsi og frjáls­um mörkuðum.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. nóvember 2019.