Brotalamir og fjárhagsleg vandræði

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Ekki veit ég um nokk­urn Íslend­ing sem ber ekki hlýj­ar til­finn­ing­ar til Land­spít­al­ans. All­ir gera sér grein fyr­ir mik­il­vægi spít­al­ans – enda horn­steinn ís­lenskr­ar heil­brigðisþjón­ustu. Þegar vel geng­ur á Land­spít­al­an­um er flest í lagi í heil­brigðis­kerf­inu. Brota­lam­ir og vandræði inn­an veggja spít­al­ans seytla hins veg­ar niður alla heil­brigðisþjón­ust­una og almenning­ur líður fyr­ir.

Hvernig til tekst við rekst­ur og skipu­lag Land­spít­al­ans er því ekki einka­mál stjórn­enda eða starfs­manna spít­al­ans, held­ur hags­muna­mál sem skipt­ir alla lands­menn miklu.

Því miður er hægt að ganga að ár­leg­um frétt­um af fjár­hags­vanda spít­al­ans, biðlist­um og lok­un deila, með sömu vissu og skött­um og dauða. Já­kvæðar frétt­ir – því þær eru marg­ar enda unn­in krafta­verk á hverj­um degi á spít­al­an­um – eru annaðhvort ekki sagðar eða þær kafna í nei­kvæðum frétta­flutn­ingi. Þrátt fyr­ir van­kanta og vand­ræði er heil­brigðisþjón­ust­an á Íslandi ein sú besta sem þekk­ist í heim­in­um. Af ástæðum, sem ég skil ekki, finnst mörgum nauðsyn­legt að draga upp allt aðra og dekkri mynd og sann­færa al­menn­ing um að flest sé í kalda koli og kerfið að hrynja.

Vandi Land­spít­al­ans sýn­ist krón­ísk­ur og við það get­ur eng­inn sætt sig við. Þeir sem þurfa á þjón­ustu að halda við úr­lausn sinna meina líða fyr­ir og óör­yggi þeirra eykst. Hið sama gild­ir um starfs­fólk.

Eitt­hvað að kerf­inu

Í viðtali við Rík­is­sjón­varpið á mánu­dag benti Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efnahagsráðherra, rétti­lega á að fram­lög til Land­spít­al­ans hefðu verið auk­in veru­lega á síðustu árum, eins og raun­ar á öðrum sviðum heil­brigðisþjón­ustu. Á sama tíma hefðu komið fram ábend­ing­ar um að hægt væri að nýta fjár­mun­ina bet­ur:

„Það er eitt­hvað að í kerfi sem tek­ur sí­fellt við stór­aukn­um fjár­mun­um en lend­ir viðstöðulaust í rekstr­ar­vanda. Það eru örfá ár síðan við skár­um af margra millj­arða uppsafnaðan rekstr­ar­vanda á Land­spít­al­an­um og við höf­um stór­aukið fram­lög­in til spít­al­ans þannig að það er eng­inn niður­skurður sem hef­ur verið í gangi þar.“

Fram­lög til Land­spít­al­ans hafa auk­ist veru­lega á und­an­förn­um árum. Miðað við fjárlagafrum­varp verða þau liðlega 13,6 millj­örðum hærri á næsta ári en 2016 fyr­ir utan 755 milljón­ir króna sem renna til rekst­urs Víf­ilsstaða. Þetta er aukn­ing um 22%. Aukn­ing­in er tæplega þrem­ur millj­örðum meiri en sam­an­lögð fram­lög til heil­brigðis­stofn­ana úti á landi, á Vest­ur­landi, Vest­fjörðum, Norður­landi, Aust­ur­landi, Suður­landi og Suður­nesj­um.

Hag­kvæm­ara í hönd­um annarra

Varla er hægt að deila við fjár­málaráðherra þegar hann held­ur því fram að eitt­hvað sé að í kerfi sem glím­ir stöðugt við rekstr­ar­vanda þrátt fyr­ir sí­fellt aukn­ar fjár­veit­ing­ar. Reyn­ir Arngríms­son, formaður Lækna­fé­lags Íslands, er hrein­skipt­inn í sam­tali við mbl.is um liðna helgi. Handa­hófs­kennd­ar ákv­arðana­tök­ur og stjórn­un­ar­mis­tök eru helstu skýr­ing­ar á krónísk­um fjár­hags­vanda Land­spít­al­ans.

Lækna­fé­lagið hef­ur líkt og flest­ir Íslend­ing­ar áhyggj­ur af „langvar­andi fjár­hags­vanda Landspít­al­ans“, en Reyn­ir bend­ir á um­hugs­un­ar­verða staðreynd:

„Það er stöðugt verið að bæta við verk­efn­um á sjúkra­húsið sem væri skyn­sam­legra að væru í hönd­um annarra sem gætu veitt þjón­ust­una á hag­kvæm­ari hátt og væru ekki að taka mannafla frá kjarn­a­starf­semi spít­al­ans.“

Pét­ur Magnús­son, for­stjóri Hrafn­istu, er ekki með ósvipaðar ábend­ing­ar og formaður Lækna­fé­lags­ins. Í viðtali við Morg­un­blaðið seg­ir Pét­ur það ekk­ert óeðli­legt að stjórn­end­ur spít­al­ans fari „vel yfir það hvað er kjarn­a­starf­semi og hvað eru hliðar­verk­efni sem Landspítal­inn ætti kannski ekki að sinna og fá held­ur aðra til að gera“. Hann bend­ir á að lang­flest hjúkr­un­ar­rými séu rek­in af öðrum en op­in­ber­um heil­brigðis­stofn­un­um. Þau hjúkrun­ar­rými sem Land­spít­al­inn ann­ast á Víf­ils­stöðum séu dýr­ari en rými á hjúkrunarheim­il­um.

Með öðrum orðum: Það hef­ur ekki tek­ist að samþætta starf­semi Land­spít­al­ans við aðra þætti heil­brigðisþjón­ust­unn­ar m.a. með því að nýta kosti einkafram­taks­ins þar sem það er hag­kvæmt. Rík­i­s­væðing þjón­ust­unn­ar hef­ur gert hana dýr­ari og óör­ugg­ari. Hags­mun­um lands­manna – sem all­ir eru sjúkra­tryggðir – er ekki þjónað. Mögu­leik­um heilbrigðisstarfsfólks fækk­ar og sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra heil­brigðis­kerf­is­ins verður verri.

Sjálf­stæð stjórn yfir spít­al­ann

Á síðasta ári hafði Land­spít­al­inn um 71 millj­arð úr að spila og þar af voru bein fram­lög úr rík­is­sjóði tæp­lega 63 millj­arðar. Laun eru lang­stærsti hluti kostnaðar. Á síðasta ári nam launa­kostnaður tæp­um 54 millj­örðum og hækkaði um 11,3% á milli ára.

Í árs­reikn­ingi kem­ur fram að ár­s­verk starfs­manna Land­spít­ala voru 4.221 að meðaltali á árinu 2018, en þau voru 4.073 árið á und­an. Á síðasta ári voru 5.489 starfs­menn að störfum að meðaltali í hverj­um mánuði í mis­mun­andi starfs­hlut­falli borið sam­an við 5.305 á ár­inu 2017.

Í mörg ár hef­ur verið á það bent að óeðli­legt sé og óskyn­sam­legt að ekki skuli vera sjálfstæð stjórn yfir stærsta og mik­il­væg­asta fyr­ir­tæki heil­brigðis­kerf­is­ins. Formaður Læknafélags­ins sagði í áður­nefndu viðtali við mbl.is að staðan sýndi mik­il­vægi þess að stjórn væri sett yfir spít­al­ann eins og tíðkaðist í öðrum at­vinnu­rekstri:

„Þar sem for­stjóri og fram­kvæmda­stjórn lúti eðli­legu aðhaldi stjórn­ar og stuðnings við ákv­arðanir sem þarf að taka við rekst­ur­inn.“

Ráðgjaf­ar­nefnd Land­spít­al­ans sem starfar sam­kvæmt lög­um er til ráðgjaf­ar og álits um þjón­ustu, starf­semi og rekst­ur. Nefnd­in kem­ur því ekki í stað virkr­ar stjórn­ar, enda ber hún ekki ábyrgð á rekstr­in­um og hef­ur eng­in form­leg völd. Skip­un form­legr­ar stjórn­ar sem ber ábyrgð á rekstri og skipu­lagi Land­spít­al­ans mun ekki aðeins renna styrk­ari stoðum und­ir alla starf­sem­ina held­ur auka nauðsyn­legt aðhald á öll­um sviðum.

Aðgerðal­eysi ekki í boði

Auðvitað ber að taka það al­var­lega ef fjár­hags­vandi Land­spít­al­ans stefn­ir ör­yggi sjúk­linga í hættu. Gagn­vart slík­um staðhæf­ing­um get­ur eng­inn setið aðgerðalaus, allra síst yf­ir­völd heil­brigðismála eða fjár­veit­inga­valdið – Alþingi. Þann vanda verður að leysa en það eru of marg­ar vís­bend­ing­ar um að vand­inn sé ekki aðeins fjár­hags­leg­ur held­ur einnig skipu­lags­leg­ur. Fjár­mun­irn­ir eru ekki að nýt­ast með þeim hætti sem eðli­legt er að krefjast.

Það mun ekki duga að veita stöðugt meiri fjár­muni til Land­spít­al­ans. Allt skipu­lag þarf að end­ur­skoða, leggja áherslu á kjarn­a­starf­sem­ina, færa verk­efni frá spít­al­an­um til annarra sem geta sinnt þeim með hag­kvæm­ari og betri hætti. Með skipu­leg­um hætti verður að auka sam­vinnu við aðila utan spít­al­ans, jafnt einkaaðila sem op­in­bera.

Að lok­um þetta: Það er ekki mark­mið í sjálfu sér að auka út­gjöld til heil­brigðismála. Markmiðið er og á alltaf að vera að auka lífs­gæði lands­manna með góðri og öfl­ugri heilbrigðisþjón­ustu. Skipu­lag kerf­is­ins verður að mót­ast af því að mæta þörf­um hinna sjúkratryggðu – allra Íslend­inga – með hag­kvæm­um og skil­virk­um hætti.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. október 2019.