Veggjöld koma verst niður á þeim verst settu

Björn Gíslason, borgarfulltrúi.

Það er óhætt að segja að nýr sam­göngusátt­máli rík­is og sveit­ar­fé­laga hafi vakið mikla umræðu í sam­fé­lag­inu, enda löngu tíma­bært að farið sé í sam­göngu­úr­bæt­ur á höfuðborg­ar­svæðinu. Verst þykir okk­ur sjálf­stæðismönn­um í Reykja­vík að sátt­mál­inn, ef sátt­mála skyldi kalla, er í raun al­gjör­lega óút­færður. Þetta staðfesti Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri í kast­ljósviðtali fyr­ir stuttu.

Það er ekki ábyrgt af stjórn­mála­mönn­um að ana af stað í stór­fram­kvæmd­ir án þess að hnýta alla lausa enda, hvað þá að hnýta fyr­ir stærsta þátt sátt­mál­ans, fjár­mögn­un­ina. Ekki ligg­ur fyr­ir arðsem­is­mat en odd­viti okk­ar sjálf­stæðismanna, Eyþór Lax­dal Arn­alds, hef­ur ít­rekað bent á nauðsyn þess að gert verði arðsem­is­mód­el.

Nauðsyn­legt að fram­kvæma arðsem­is­mat

Hann hef­ur sagt að mik­il­væg­ast sé að gert verði arðsem­is­mat á fyr­ir­huguðum fram­kvæmd­um en til þess þarf að gera um­ferðarmód­el af höfuðborg­ar­svæðinu. Þá sagði hann í færslu á Face­book: „Í Hollywood fram­leiða menn ekki gam­an­mynd án þess að gera arðsem­is­mód­el.“ Þessu hljóta all­ir skyn­sam­ir stjórn­mála­menn að vera sam­mála.

Stærsti hluti fjár­mögn­un­ar­inn­ar upp á 60 þúsund millj­ón­ir króna á að koma í gegn­um veg­gjöld sem eru ekk­ert annað en skatt­lagn­ing á höfuðborg­ar­búa.

Fé­lags­hyggjumaður­inn Dag­ur B. Eggerts­son

Eft­ir að umræðan um veg­gjöld komst í há­mæli hef ég verið að velta fyr­ir mér nokkr­um staðreynd­um um veg­gjöld­in. Í fyrsta lagi munu þau íþyngja þeim mest sem búa í efri byggðum Reykja­vík­ur, enda þurfa íbú­ar þar oft­ar en ekki að nýta sér stofn­vegi til að koma sér í og úr vinnu. Þau munu bitna minna á íbú­um sem búa miðsvæðis, enda eru lang­flest fyr­ir­tæki og stofn­an­ir staðsett þar, sem er auðvitað hluti af vanda­mál­inu hvað varðar um­ferðaröngþveitið. Það þarf eng­an sér­fræðing til að sjá þenn­an skipu­lags­halla en um­ferðartepp­urn­ar mynd­ast á morgn­ana þegar fólk ferðast í vest­ur og í aust­ur síðdeg­is. Þetta sjá all­ir með ber­um aug­um þegar þeir aka í og úr vinnu. Þá má líka leiða að því lík­ur að þeir sem hafa minna á milli hand­anna og búa í efri byggðum Reykja­vík­ur fari verst út úr því fyr­ir­komu­lagi sem fé­lags­hyggjumaður­inn Dag­ur B. Eggerts­son áform­ar.

Dag­ur sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgj­unni innt­ur eft­ir svör­um um breytta gjald­töku: „Mér finnst þetta einn af stóru sigr­un­um í þessu sam­komu­lagi frá sjón­ar­hóli okk­ar sem stýr­um sveit­ar­fé­lög­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Ég held að óháð þessu sam­komu­lagi þá stefn­um við í breytta gjald­töku á um­ferð.“

Orku­skipti í sam­göng­un­um munu hafa áhrif

Auðvitað er það ekki svo að hægt sé að slá breytta gjald­töku út af borðinu enda munu orku­skipti í sam­göng­um hafa gríðarleg áhrif á næstu árum. En það verður að vera al­ger­lega á hreinu að gjald­taka sem þessi má ekki íþyngja skatt­greiðend­um. Þess vegna er nauðsyn­legt að út­færsl­an liggi fyr­ir áður en haldið er af stað svo skatt­greiðend­ur í Reykja­vík lendi ekki í tví­skött­un.

Hvað orku­skipt­in varðar má jafn­framt benda á að borg­ar­yf­ir­völd hafa sofnað á verðinum hvað varðar innviðaupp­bygg­inu til að flýta fyr­ir orku­skipt­um. Hér er átt við að Reykja­vík, sem á stærst­an hlut í Orku­veitu Reykja­vík­ur, hef­ur enn ekki farið af stað með tengi í öll fjöl­býl­is­hús svo íbú­ar þar geti hlaðið bif­reiðir sín­ar. Sjálf­stæðis­menn hafa ít­rekað lagt þetta til í borg­ar­stjórn.

Auk­in­held­ur má nefna í sam­hengi sam­göngusátt­mál­ans að tækniþróun get­ur reynst ótrú­lega hröð, sem verður enn ein breyt­an í þessu sam­hengi sem taka þarf til­lit til. Við get­um nefnt sjálf­a­k­andi bif­reiðir til að mynda. Bent hef­ur verið á að sjálf­a­k­andi öku­tæki gætu mögu­lega fækkað bíl­um um­tals­vert en það mun skapa mik­il tæki­færi, m.a. verði hægt að fækka bíla­stæðum og gera vegi minni í stað þess að byggja stór­virki sem eiga að sinna al­menn­ings­sam­göng­um.

Þegar öllu er á botn­inn hvolft er nauðsyn­legt að út­færa fjár­mögn­un áður en lengra er haldið.

Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 15. október. 2019