Öryggi, festa og þjónusta
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Á föstu­dag­inn tók ég við embætti dóms­málaráðherra og sett­ist í rík­is­stjórn. Það eru ým­iss kon­ar til­finn­ing­ar sem koma upp þegar maður fær sím­tal um að maður sé að taka við stöðu ráðherra tæp­lega sól­ar­hring seinna. Fyrst og fremst er ég þakk­lát fyr­ir að mér sé treyst fyr­ir svo vanda­sömu verk­efni. Ég átta mig líka á því að það er ekki sjálfsagt og færri en fleiri fá þann mögu­leika í stjórn­mál­um að sinna embætti ráðherra.

Ég er full til­hlökk­un­ar að tak­ast á við þau fjöl­mörgu mál sem und­ir dóms­málaráðuneytið heyra. Mark­mið mitt í stjórn­mál­um er – og hef­ur alltaf verið – að gera líf al­menn­ings ein­fald­ara og betra. Ég hef haft það að leiðarljósi í verk­um mín­um í þing­inu og það mun ég einnig gera sem ráðherra.

Öryggi og festa eru hug­tök sem koma upp í hug­ann þegar kem­ur að starf­semi dóms­málaráðuneyt­is­ins. Öllum má vera ljóst mik­il­vægi þess að tryggja ör­yggi lands­manna, treysta al­manna­varn­ir, tryggja það að lög­regl­an hafi mann­skap, búnað og fjár­magn til að sinna hlut­verki sínu, tryggja það að Land­helg­is­gæsl­an sé þeim tækj­um búin sem hún þarf, að viðbragðsáætlan­ir al­manna­varna séu þess eðlis að þær virki þegar á reyn­ir og þannig mætti lengi telja. Allt eru þetta mik­il­væg verk­efni sem flest­ir stjórn­mála­menn eru sam­mála um. Að sama skapi er mik­il­vægt að fólk trúi og treysti á rétt­ar­ríkið og viti að rétt­indi borg­ar­anna eru ávallt í fyr­ir­rúmi. Það er einnig hluti af því að tryggja ör­yggi al­menn­ings í víðu sam­hengi.

Hlut­verk dóms­málaráðuneyt­is­ins, og und­ir­stofn­ana þess, er þó ekki bundið við það að tryggja ör­yggi. Hlut­verk þess er líka að tryggja festu og þjón­usta al­menn­ing. Rík­is­stofn­an­ir eiga að líta á sig sem þjón­ustu­stofn­an­ir sem hafa það að mark­miði að gera líf al­menn­ings ein­fald­ara. Hinn al­menni borg­ari á að geta gengið að því sem vísu að rétt­indi hans séu byggð á vel ígrunduðum regl­um, að það sé ein­falt að nálg­ast þær upp­lýs­ing­ar sem þörf er á, að það sé með ein­föld­um hætti hægt að af­greiða þau mál sem að hon­um snúa. Því þurfa regl­ur að vera skýr­ar, gegn­sæj­ar og skil­virk­ar. Það sama gild­ir um þjón­ustu hins op­in­bera. Þar er mik­il­vægt að auka sta­f­ræna stjórn­sýslu eins og hægt er.

Sum mál­efni ráðuneyt­is­ins fá meiri at­hygli en önn­ur. Það eru gjarn­an þau mál­efni sem snerta ein­stak­linga afar per­sónu­lega og þau mál mun ég nálg­ast af virðingu, bæði fyr­ir fólki og mál­efn­inu. Það má hugsa til form­festu með ýms­um hætti. Hún má ekki verða til þess að stjórn­sýsl­an verði ómannúðleg en hún þarf að vera þannig úr garði gerð að hún tryggi jafn­ræði og rétt­indi.

Ég er þakk­lát þeim fjöl­mörgu aðilum sem hafa sam­glaðst mér yfir þessu nýja verk­efni. Fyrst og fremst er ég þó þakk­lát fyr­ir þau tæki­færi sem fel­ast í því að gera lífið betra fyr­ir okk­ur öll.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. september 2019.