Alþjóðleg samvinna sem styrkir fullveldið
'}}

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Fyr­ir liðlega tveim­ur árum skrifaði ég hér í Morg­un­blaðið und­ir fyr­ir­sögn­inni; Ég er stolt­ur Íslend­ing­ur og sagði meðal ann­ars:

„Ég hef alla tíð verið stolt­ur af því að vera Íslend­ing­ur. Ég er stolt­ur af sög­unni, menn­ing­unni, nátt­úr­unni – hreyk­inn af því að til­heyra fá­mennri þjóð sem hef­ur tek­ist að varðveita tungu­mál sitt. Stolt­ur af því hvernig afar mín­ir og ömm­ur og síðar pabbi og mamma tóku þátt í að leggja grunn­inn að einu mesta vel­ferðarríki heims. Stolt­ur af því hvernig fyrri kyn­slóðir brut­ust út úr gildru eins mesta fá­tækt­ar­rík­is Evr­ópu, svo ég og aðrir sem á eft­ir hafa komið geti notið vel­meg­un­ar.“

Þetta viðhorf fer í taug­arn­ar á mörg­um en einkum þeim sem líta svo á að hug­mynd­in um þjóðríki – um frjálst og full­valda land – sé úr­elt og eigi aðeins heima á ösku­haug­um sög­unn­ar. Með sama hætti virðist það vera eit­ur í bein­um margra sem há­vær­ast­ir eru um nauðsyn þess að verja full­veldi þjóðar­inn­ar, að Íslend­ing­ar eigi opin og frjáls sam­skipti við aðrar þjóðir. Póli­tískt full­veldi er hins veg­ar merk­ing­ar­laust ef fjár­hags­legt frelsi þjóðar er ekki tryggt.

Trú­in á þjóðríkið

Í júní 2016 samþykkti meiri­hluti breskra kjós­enda út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu. All­ar göt­ur síðan hef­ur verið reynt að koma í veg fyr­ir að niðurstaða í þjóðar­at­kvæðagreiðslu næði fram að ganga. Öllum ráðum hef­ur verið beitt til að koma í veg fyr­ir Brex­it.

Elít­an – ands­lits­laus­ir emb­ætt­is­menn, stjórn­mála­menn og fjöl­miðlar – beggja vegna Ermar­sunds hef­ur alltaf átt erfitt að sætta sig við að al­menn­ing­ur taki aðrar ákv­arðanir en þær sem búið er að viður­kenna sem hinar einu „réttu“. Þess vegna var brugðist hart við niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar. Þingmaður Verka­manna­flokks­ins krafðist þess strax að þingið hundsaði vilja meiri­hluta kjós­enda. Furðulostn­ir sér­fræðing­ar og fjöl­miðlung­ar fóru í keppni við að gera lítið út bresk­um al­menn­ingi – töluðu niður til kjós­enda af hroka og yf­ir­læti. Gamla fólkið hefði ráðið úr­slit­um og tekið ákvörðun fyr­ir þá yngri. Ómenntaðir væru út­göngus­inn­ar en há­skóla­menntað fólk styddi aðild Bret­lands að Evr­ópu­sam­band­inu. Sem sagt: Gaml­ir og ómenntaðir vita ekki hvað þeir gera. Ungt fólk og há­skóla­menntaðir hafa burði til að taka rétta ákvörðun fyr­ir land og þjóð.

Th­eresa May tók að sér sem for­sæt­is­ráðherra að leiða Bret­land út úr Evr­ópu­sam­band­inu. Lán­leysi henn­ar var al­gjört. Bor­is John­son hef­ur tekið við kefl­inu og stefn­an er skýr. Hann ætl­ar að tryggja að vilji meiri­hluta kjós­enda nái fram að ganga og til þess þurfi ekki samþykki eða upp­áskrift frá Brus­sel.

Bor­is John­son trú­ir á þjóðríkið og mik­il­vægi full­veld­is hverr­ar þjóðar. Þess vegna barðist hann fyr­ir út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og þess vegna legg­ur hann áherslu á að vilji meiri­hluta kjós­enda nái fram að ganga. Um leið og hann hafn­ar yfirþjóðlegu valdi ESB hef­ur hann skýra sýn á framtíð Bret­lands utan ESB. Hann ætl­ar að gera Bret­land að efna­hags­legu stór­veldi á grunni frjálsra viðskipta – fríversl­un­ar­samn­inga – ekki síst við þjóðir Evr­ópu, Banda­rík­in og Kan­ada. Hann er sann­færður um að til langr­ar framtíðar séu tæki­færi stærri og meiri utan Evr­ópu­sam­bands­ins en inn­an. Hann ætl­ar að nýta full­veldi Bret­lands í sam­starfi við aðrar þjóðir.

Fríversl­un í Norður-Atlants­hafi

Við Íslend­ing­ar höf­um tryggt fjár­hags­legt full­veldi með sí­fellt aukn­um sam­skipt­um og opn­um viðskipt­um við aðrar þjóðir. Þar skipt­ir EES-samn­ing­ur­inn miklu en einnig fjöldi fríversl­un­ar­samn­inga bæði beint við önn­ur lönd eða í gegn­um aðild okk­ar að EFTA.

Það er hlut­verk ís­lenskra stjórn­valda að fjölga tæki­fær­um þjóðar­inn­ar en ekki fækka þeim. Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fækk­ar mögu­leik­um okk­ar og þreng­ir þá val­kosti sem sjálf­stæð þjóð þarf að eiga. Í gegn­um EES standa markaðir ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins okk­ur opn­ir og við höf­um um leið fullt frelsi til eiga viðskipti við aðrar þjóðir með þeim hætti sem við semj­um um í tví­hliða samn­ing­um. All­ur heim­ur­inn get­ur verið und­ir enda er Ísland eitt opn­asta hag­kerfi heims í vöru­viðskipt­um sam­kvæmt út­tekt Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar.

Í októ­ber 2010 setti ég fram þá hug­mynd að ís­lensk stjórn­völd ættu að hafa frum­kvæði að því að mynda nýtt fríversl­un­ar­svæði á norður­slóðum, með þátt­töku Nor­egs, Fær­eyja, Græn­lands, Kan­ada og Banda­ríkj­anna auk Íslands. Það blas­ir við að Bret­land á að taka þátt í slíku sam­starfi eft­ir út­göng­una úr Evr­ópu­sam­band­inu. Aðild að ESB hefði komið í veg fyr­ir slíkt sam­starf.

Mark­miðið er ekki aðeins að mynda fríversl­un held­ur ekki síður að búa til form­leg­an sam­starfs­vett­vang um nátt­úru­vernd og sam­eig­in­lega ör­ygg­is­hags­muni. Sam­hliða eig­um við að vinna að því að lönd­in sjö taki upp nána sam­vinnu á sviði vís­inda, rann­sókna, lista, mennta og menn­ing­ar.

Afl leyst úr læðingi

Sam­starf á norður­slóðum virðir full­veld­is­rétt og sjálf­stæði hverr­ar þjóðar. Ég hef haldið því fram að með slíku sam­starfi verði ekki aðeins til eitt mesta hag­vaxt­ar­svæði heims, held­ur verði leyst úr læðingi sam­eig­in­legt afl þjóðanna á sviði vís­inda og nátt­úru­vernd­ar, að ógleymdu lífs­krydd­inu sjálfu – list­um og menn­ingu.

Áhugi þjóða heims – ekki síst stór­veld­anna – á norður­slóðum hef­ur stór­auk­ist á und­an­förn­um árum og í því fel­ast jafnt ógn­an­ir sem mik­il tæki­færi fyr­ir Ísland. Með því að beita sér fyr­ir sjö þjóða sam­starfi vinnst tvennt; tæki­fær­in eru nýtt og tek­ist er á við ógn­an­ir í sam­vinnu við vinaþjóðir.

Við Íslend­ing­ar höf­um nýtt full­veld­is­rétt okk­ar af skyn­semi í sam­starfi við aðrar þjóðir ekki síst með þátt­töku í Atlants­hafs­banda­lag­inu en ekki síður með því að tryggja greiðan aðgang að 500 millj­óna manna markaði í Evr­ópu í gegn­um EES-samn­ing­inn. Í sam­starfi við aðrar þjóðir höf­um ekki fengið allt fyr­ir ekk­ert og því þurft að gefa eft­ir líkt og þær þjóðir sem við eig­um sam­starf við.

Sam­starfs­vett­vang­ur frjálsra þjóða við Norður-Atlants­haf get­ur orðið öll­um þjóðunum lyfti­stöng og skotið mik­il­vægri stoð und­ir efna­hags­legt sjálf­stæði Íslands. Með EES-samn­ingn­um og sam­vinnu ríkj­anna sjö á sviði viðskipta, menn­ing­ar, um­hverf­is- og ör­ygg­is­mála, eru tæki­færi okk­ar Íslend­ing­ar nær ótak­mörkuð. Og full­veldið styrk­ist, jafnt póli­tískt og fjár­hags­lega.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. ágúst 2019.