Allt í góðum tilgangi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

Það væri lík­lega margt öðru­vísi ef stjórn­mála­menn færu ávallt þá leið að stýra ein­stak­ling­um í rétta átt að þeirra mati með skött­um eða íþyngj­andi lög­gjöf. Mér er til efs að yfir höfuð væri leyft að aka um á bíl­um, fá sér bjór, horfa á sjón­varp, nota netið og áfram mætti telja. Bannið væri rök­stutt með góðum til­gangi; enn verða bíl­slys, enn eiga marg­ir við áfeng­is­sjúk­dóm að stríða, sjón­varp er óhollt heils­unni, netið er stund­um notað í slæm­um til­gangi. Með þessu væri rík­inu ætlað að leysa öll heims­ins vanda­mál. Ein­hverj­um gæti dottið í hug að segja að það væri fal­leg hugs­un – en hún geng­ur hins veg­ar ekki upp í fram­kvæmd. Við erum nefni­lega öll hugs­andi fólk með eig­in til­finn­ing­ar, vænt­ing­ar, lang­an­ir, mark­mið, skoðanir – og galla ef út í það er farið. Ríkið get­ur aldrei gert öll­um til hæf­is né tryggt að þarf­ir hvers ein­asta manns séu upp­fyllt­ar, enda ekki hlut­verk þess.

Við sem sam­fé­lag horf­um á hverj­um tíma fram­an í ýms­ar áskor­an­ir sem al­mennt er samstaða um að bregðast þurfi við. Á þeim eru oft­ast mis­mun­andi ein­stak­lings­bundn­ar lausn­ir. Alla jafna eru lausn­irn­ar þegar til og fólk þarf ein­ung­is að sjá að um­rædd­ar lausn­ir henti því. Sem dæmi get­ur það dugað mörg­um sem þurfa að bæta heilsu sína að finna hvaða hreyf­ing hent­ar best. Aðrir gætu þurft önn­ur ráð. En lausn­irn­ar eru flest­ar til og flest­ar skapaðar af fram­taki ein­stak­linga.

Á dög­un­um var unn­in skýrsla um lýðheilsu­mál sem er ekki sú fyrsta á síðustu árum og var margt í henni afar já­kvætt sem full ástæða er til að sýna fyllstu at­hygli og hrinda í fram­kvæmd. En ein af þeim hug­mynd­um sem út úr þeirri vinnu kom var að taka að nýju upp syk­ur­skatt á Íslandi í þeim til­gangi að sporna við syk­ur­neyslu. Þar ætla menn vænt­an­lega að leysa mál­in með ein­föld­um hætti, halda að skatt­ar á neyslu­vör­ur dragi úr neyslu og að al­menn­ing­ur muni þar með lifa við meiri holl­ustu. En hér fer hljóð og mynd í raun­veru­leik­an­um ekki al­veg sam­an.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stóð fyr­ir því að af­nema syk­ur­skatt árið 2015. Síðan þá hef­ur dregið úr sölu sykraðra gos­drykkja. Því hefði átt að vera öf­ugt farið ef skatt­heimta á neyslu­vör­ur stýr­ir hegðun fólks. Lík­lega hef­ur auk­in vit­und um heilsu og holl­ustu hafi meiri áhrif á neyslu en til­raun­ir hins op­in­bera til að stjórna hegðun fólks.

Það er hættu­leg braut að feta þegar stjórn­mála­menn telja sig og ríkið geta leyst öll vanda­mál – jafn­vel þótt til­gang­ur­inn sé góður. Við skul­um treysta fólki til að velja sjálft hvað það kaup­ir, hvað það gef­ur börn­un­um sín­um að borða, en um leið leggja meiri áherslu á fræðslu og for­varn­ir sem stuðla að vax­andi lýðheilsu þar sem fólk ræður för um það sem því sjálfu er fyr­ir bestu hverju sinni.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. júlí 2019.