Ungt fólk og 90 ára frelsisbarátta

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Í ein­fald­leika sín­um hef­ur hlut­verk Sjálf­stæðis­flokks­ins ekk­ert breyst í 90 ár; að berj­ast fyr­ir frelsi ein­stak­lings­ins og virkja sköp­un­ar­gáfu og at­hafnaþrá hvers og eins, að tryggja sam­fé­lag þar sem dugnaður fær að njóta sín, að tryggja og standa vörð um sjálf­stæði þjóðar­inn­ar, að byggja upp þjóðfé­lag sem sam­ein­ast um sátt­mála um öfl­uga heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir alla, trygg­inga­kerfi til að styðja þá sem þess þurfa í lengri eða skemmri tíma og mennta­kerfi þar sem nem­end­ur fá að rækta hæfi­leika sína og búa sig und­ir framtíðina.

Við sem höf­um skipað okk­ur und­ir gunn­fána sjálf­stæðis­stefn­unn­ar vilj­um ekki aðeins gera til­ver­una bæri­legri held­ur skemmti­legri og lit­brigði mann­lífs­ins fjöl­breytt­ari. Mark­miðið er að fjölga tæki­fær­un­um, bæta lífs­kjör allra og búa í hag­inn fyr­ir framtíðina með því að treysta ungu fólki. Rauði þráður­inn í hug­mynda­bar­átt­unni er mann­helgi ein­stak­lings­ins og að and­legt og efna­hags­legt frelsi sé frumrétt­ur hvers og eins. Eitt af því sem sam­ein­ar okk­ur sjálf­stæðis­menn er sú bjarg­fasta trú að eitt meg­in­hlut­verk stjórn­valda sé að hvetja og styðja við fram­taks­semi fólks.

Hug­sjónamaður­inn, hag­fræðing­ur­inn og þingmaður­inn Birg­ir Kjaran (1916-1976) orðaði þetta vel þegar hann skrifaði um sjálf­stæðis­stefn­una fyr­ir 60 árum:

„Æðsta tak­mark sam­fé­lags á því að vera að veita ein­stak­ling­un­um allt það frelsi, sem þeir þarfn­ast til þess að fá að fullu notið hæfi­leika sinna og mann­kosta, án þess að þrengja eða óvirða rétt annarra ein­stak­linga eða tefla ör­yggi þjóðar­heild­ar­inn­ar í hættu.“

Höft og for­ræðis­hyggja

Síðastliðinn laug­ar­dag fögnuðu því sjálf­stæðis­menn að 90 ár voru frá því að Íhalds­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn sam­einuðust und­ir merkj­um Sjálf­stæðis­flokks­ins. Í upp­hafi mörkuðu for­ystu­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins stefn­una. Berj­ast skyldi fyr­ir frelsi og fullu sjálf­stæði þjóðar­inn­ar en um leið voru gef­in fyr­ir­heit um að flokks­menn ætli að „vinna í inn­an­lands­mál­um að víðsýnni og þjóðlegri um­bóta­stefnu á grund­velli ein­stak­lings­frels­is og at­vinnu­frels­is með hags­muni allra stétta fyr­ir aug­um“.

Tæp­um 20 árum síðar und­ir­strikaði Ólaf­ur Thors, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mik­il­vægi at­hafna­frels­is í lands­fund­ar­ræðu 1948:

„Í okk­ar landi er mik­ill auður en hann er tor­sótt­ur. Eng­inn þarf að ætla að við fáum til lang­frama staðið und­ir óhjá­kvæmi­leg­um kostnaði af því að halda uppi fyr­ir­mynd­ar menn­ing­ar­ríki í 100 þúsund fer­kíló­metra landi, byggðu 130 þúsund mönn­um, án þess að hag­nýta auðæfi lands­ins rétt. En það verður aldrei gert ef mannsork­an og frelsið er læst í læðing. Það næst aldrei ef kröft­un­um er varið í að glíma við ráð og nefnd og banka og nefnd og stjórn og ný ráð o.s.frv., í stað þess að ein­beina þeim í sókn­inni á hend­ur auðæf­un­um, sem fal­in eru í skauti nátt­úr­unn­ar, og aðeins bíða þar eft­ir virkri hönd og auknu fram­taki.“

Auðvitað hafa skipst á skin og skúr­ir í sögu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Aldrei hef­ur hins veg­ar verið vikið af þeim grunni sem stefn­an var byggð á. Eft­ir að hinni eig­in­legu sjálf­stæðis­bar­áttu lauk með stofn­un lýðveld­is­ins árið 1944 hafa at­vinnu­frelsi, rétt­indi ein­stak­linga, for­ræðis­hyggja og hafta­kerfi verið þunga­miðja í póli­tísk­um átök­um hér á landi. Hlut­verk Sjálf­stæðis­flokks­ins í þess­um átök­um hef­ur alltaf verið ljóst. Þótt oft hafi gengið hægt að hrinda stefnu­mál­um í fram­kvæmd hef­ur hug­mynda­fræði frjáls­ræðis hægt og bít­andi náð yf­ir­hönd­inni.

Múr­ar hafta­bú­skap­ar hrundu ekki af sjálfu sér. Versl­un­ar­frelsi fékkst ekki án átaka. Inn­flutn­ings­skrif­stofa rík­is­ins, sem út­deildi leyf­um til inn­flutn­ings, var ekki lögð niður fyrr en í fulla hnef­ana. Það þurfti marg­ar og ít­rekaðar til­raun­ir til að tryggja frelsi á öld­um ljósvak­ans – af­nám ein­ok­un­ar rík­is­ins á út­varps- og sjón­varps­rekstri mætti harðri and­stöðu. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn einn stóð ein­huga að því að leyfa vind­um frels­is að leika um út­varp og sjón­varp. Það þurfi ein­beitt­an vilja til að brjóta ein­ok­un rík­is­ins á fjar­skipta­markaði á bak aft­ur og inn­leiða sam­keppni.

Það er á grunni hug­mynda­fræði ein­stak­lings- og at­hafna­frels­is sem einkaaðilar hafa fengið að blómstra inn­an mennta­kerf­is­ins; Hjalla­stefn­an, Há­skól­inn í Reykja­vík, Versl­un­ar­skól­inn, Tækni­skól­inn svo dæmi séu nefnd. Með því að inn­leiða fjöl­breytni inn í mennta­kerfið hef­ur mögu­leik­um ungs fólks verið fjölgað.

Dæm­in eru miklu fleiri, stór og smá.

Far­veg­ur hug­mynda

Í um­róti stjórn­mála síðustu árin hef­ur verið reynt að afmá skil­in sem eru á milli vinstri og hægri, milli rík­is­af­skipta­sinna og tals­manna at­hafna­frels­is. Allt á að vera fag­legt, ræða á mál­in og forðast átök. Ég hef stund­um leyft mér að halda því fram að sam­fé­lags­verk­fræðing­ar séu að ná yf­ir­hönd­inni og hug­mynda­fræðin að gefa eft­ir. Þó er það svo að hug­mynda­fræðileg átök og hörð skoðana­skipti skila okk­ur áfram. Þetta á við um rétt­inda­bar­áttu sam­kyn­hneigðra, um jafn­an rétt kynj­anna, um bar­átt­una gegn of­ur­valdi yf­ir­stétta, um frelsi ein­stak­lings­ins að vera hann sjálf­ur. Mestu og öfl­ug­ustu vel­ferðarríki sam­tím­ans eru þau þar sem sam­keppni hug­mynda – átök hug­mynda – hef­ur verið leyfð.

Ekki síst vegna þessa er mik­il­vægt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn haldi áfram að vera far­veg­ur fyr­ir nýj­ar hug­mynd­ir og ýti und­ir skoðana­skipti. Oft hef­ur verið tek­ist hart á um menn og mál­efni. Á stund­um hafa sár verið rist sem flest hafa gróið enda öll­um ljóst að fleira sam­ein­ar sjálf­stæðis­menn en sundr­ar. En lík­lega hef­ur ein mesta gæfa Sjálf­stæðis­flokks­ins verið sú hversu óhrædd­ir flokks­menn hafa verið að ryðja ungu fólki braut, treysta því til for­yst­u­starfa.

Fyr­ir þá sem fyr­ir eru á fleti eða eru gam­al­reynd­ir og hert­ir í eldi stjórn­mál­anna, get­ur verið erfitt að skilja nýja strauma, átta sig á hug­mynd­um sem horfa til framtíðar eða sætta sig við að þeir yngri geri til­kall til þess að taka við kefl­inu. Þannig hef­ur það lík­lega alltaf verið. Þeir sem sest­ir eru í helg­an stein eða hætt dag­legri þátt­töku í stjórn­mál­um glímdu sjálf­ir við tregðulög­málið þegar þeir hösluðu sér völl á sviði stjórn­mála. Marg­ir geta litið stolt­ir yfir fer­il­inn, sátt­ir við dags­verkið. Þeir öðrum frem­ur ættu að horfa bjart­sýn­ir til framtíðar – ungt hæfi­leika­ríkt fólk sem bygg­ir á traust­um grunni sjálf­stæðis­stefn­unn­ar er að taka við og mun leiða frels­is­bar­áttu sem hófst fyr­ir 90 árum.

Í ein­fald­leika sín­um hef­ur hlut­verk Sjálf­stæðis­flokks­ins ekk­ert breyst í 90 ár; að berj­ast fyr­ir frelsi ein­stak­lings­ins og virkja sköp­un­ar­gáfu og at­hafnaþrá hvers og eins, að tryggja sam­fé­lag þar sem dugnaður fær að njóta sín, að tryggja og standa vörð um sjálf­stæði þjóðar­inn­ar, að byggja upp þjóðfé­lag sem sam­ein­ast um sátt­mála um öfl­uga heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir alla, trygg­inga­kerfi til að styðja þá sem þess þurfa í lengri eða skemmri tíma og mennta­kerfi þar sem nem­end­ur fá að rækta hæfi­leika sína og búa sig und­ir framtíðina.

Við sem höf­um skipað okk­ur und­ir gunn­fána sjálf­stæðis­stefn­unn­ar vilj­um ekki aðeins gera til­ver­una bæri­legri held­ur skemmti­legri og lit­brigði mann­lífs­ins fjöl­breytt­ari. Mark­miðið er að fjölga tæki­fær­un­um, bæta lífs­kjör allra og búa í hag­inn fyr­ir framtíðina með því að treysta ungu fólki. Rauði þráður­inn í hug­mynda­bar­átt­unni er mann­helgi ein­stak­lings­ins og að and­legt og efna­hags­legt frelsi sé frumrétt­ur hvers og eins. Eitt af því sem sam­ein­ar okk­ur sjálf­stæðis­menn er sú bjarg­fasta trú að eitt meg­in­hlut­verk stjórn­valda sé að hvetja og styðja við fram­taks­semi fólks.

Hug­sjónamaður­inn, hag­fræðing­ur­inn og þingmaður­inn Birg­ir Kjaran (1916-1976) orðaði þetta vel þegar hann skrifaði um sjálf­stæðis­stefn­una fyr­ir 60 árum:

„Æðsta tak­mark sam­fé­lags á því að vera að veita ein­stak­ling­un­um allt það frelsi, sem þeir þarfn­ast til þess að fá að fullu notið hæfi­leika sinna og mann­kosta, án þess að þrengja eða óvirða rétt annarra ein­stak­linga eða tefla ör­yggi þjóðar­heild­ar­inn­ar í hættu.“

Höft og for­ræðis­hyggja

Síðastliðinn laug­ar­dag fögnuðu því sjálf­stæðis­menn að 90 ár voru frá því að Íhalds­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn sam­einuðust und­ir merkj­um Sjálf­stæðis­flokks­ins. Í upp­hafi mörkuðu for­ystu­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins stefn­una. Berj­ast skyldi fyr­ir frelsi og fullu sjálf­stæði þjóðar­inn­ar en um leið voru gef­in fyr­ir­heit um að flokks­menn ætli að „vinna í inn­an­lands­mál­um að víðsýnni og þjóðlegri um­bóta­stefnu á grund­velli ein­stak­lings­frels­is og at­vinnu­frels­is með hags­muni allra stétta fyr­ir aug­um“.

Tæp­um 20 árum síðar und­ir­strikaði Ólaf­ur Thors, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mik­il­vægi at­hafna­frels­is í lands­fund­ar­ræðu 1948:

„Í okk­ar landi er mik­ill auður en hann er tor­sótt­ur. Eng­inn þarf að ætla að við fáum til lang­frama staðið und­ir óhjá­kvæmi­leg­um kostnaði af því að halda uppi fyr­ir­mynd­ar menn­ing­ar­ríki í 100 þúsund fer­kíló­metra landi, byggðu 130 þúsund mönn­um, án þess að hag­nýta auðæfi lands­ins rétt. En það verður aldrei gert ef mannsork­an og frelsið er læst í læðing. Það næst aldrei ef kröft­un­um er varið í að glíma við ráð og nefnd og banka og nefnd og stjórn og ný ráð o.s.frv., í stað þess að ein­beina þeim í sókn­inni á hend­ur auðæf­un­um, sem fal­in eru í skauti nátt­úr­unn­ar, og aðeins bíða þar eft­ir virkri hönd og auknu fram­taki.“

Auðvitað hafa skipst á skin og skúr­ir í sögu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Aldrei hef­ur hins veg­ar verið vikið af þeim grunni sem stefn­an var byggð á. Eft­ir að hinni eig­in­legu sjálf­stæðis­bar­áttu lauk með stofn­un lýðveld­is­ins árið 1944 hafa at­vinnu­frelsi, rétt­indi ein­stak­linga, for­ræðis­hyggja og hafta­kerfi verið þunga­miðja í póli­tísk­um átök­um hér á landi. Hlut­verk Sjálf­stæðis­flokks­ins í þess­um átök­um hef­ur alltaf verið ljóst. Þótt oft hafi gengið hægt að hrinda stefnu­mál­um í fram­kvæmd hef­ur hug­mynda­fræði frjáls­ræðis hægt og bít­andi náð yf­ir­hönd­inni.

Múr­ar hafta­bú­skap­ar hrundu ekki af sjálfu sér. Versl­un­ar­frelsi fékkst ekki án átaka. Inn­flutn­ings­skrif­stofa rík­is­ins, sem út­deildi leyf­um til inn­flutn­ings, var ekki lögð niður fyrr en í fulla hnef­ana. Það þurfti marg­ar og ít­rekaðar til­raun­ir til að tryggja frelsi á öld­um ljósvak­ans – af­nám ein­ok­un­ar rík­is­ins á út­varps- og sjón­varps­rekstri mætti harðri and­stöðu. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn einn stóð ein­huga að því að leyfa vind­um frels­is að leika um út­varp og sjón­varp. Það þurfi ein­beitt­an vilja til að brjóta ein­ok­un rík­is­ins á fjar­skipta­markaði á bak aft­ur og inn­leiða sam­keppni.

Það er á grunni hug­mynda­fræði ein­stak­lings- og at­hafna­frels­is sem einkaaðilar hafa fengið að blómstra inn­an mennta­kerf­is­ins; Hjalla­stefn­an, Há­skól­inn í Reykja­vík, Versl­un­ar­skól­inn, Tækni­skól­inn svo dæmi séu nefnd. Með því að inn­leiða fjöl­breytni inn í mennta­kerfið hef­ur mögu­leik­um ungs fólks verið fjölgað.

Dæm­in eru miklu fleiri, stór og smá.

Far­veg­ur hug­mynda

Í um­róti stjórn­mála síðustu árin hef­ur verið reynt að afmá skil­in sem eru á milli vinstri og hægri, milli rík­is­af­skipta­sinna og tals­manna at­hafna­frels­is. Allt á að vera fag­legt, ræða á mál­in og forðast átök. Ég hef stund­um leyft mér að halda því fram að sam­fé­lags­verk­fræðing­ar séu að ná yf­ir­hönd­inni og hug­mynda­fræðin að gefa eft­ir. Þó er það svo að hug­mynda­fræðileg átök og hörð skoðana­skipti skila okk­ur áfram. Þetta á við um rétt­inda­bar­áttu sam­kyn­hneigðra, um jafn­an rétt kynj­anna, um bar­átt­una gegn of­ur­valdi yf­ir­stétta, um frelsi ein­stak­lings­ins að vera hann sjálf­ur. Mestu og öfl­ug­ustu vel­ferðarríki sam­tím­ans eru þau þar sem sam­keppni hug­mynda – átök hug­mynda – hef­ur verið leyfð.

Ekki síst vegna þessa er mik­il­vægt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn haldi áfram að vera far­veg­ur fyr­ir nýj­ar hug­mynd­ir og ýti und­ir skoðana­skipti. Oft hef­ur verið tek­ist hart á um menn og mál­efni. Á stund­um hafa sár verið rist sem flest hafa gróið enda öll­um ljóst að fleira sam­ein­ar sjálf­stæðis­menn en sundr­ar. En lík­lega hef­ur ein mesta gæfa Sjálf­stæðis­flokks­ins verið sú hversu óhrædd­ir flokks­menn hafa verið að ryðja ungu fólki braut, treysta því til for­yst­u­starfa.

Fyr­ir þá sem fyr­ir eru á fleti eða eru gam­al­reynd­ir og hert­ir í eldi stjórn­mál­anna, get­ur verið erfitt að skilja nýja strauma, átta sig á hug­mynd­um sem horfa til framtíðar eða sætta sig við að þeir yngri geri til­kall til þess að taka við kefl­inu. Þannig hef­ur það lík­lega alltaf verið. Þeir sem sest­ir eru í helg­an stein eða hætt dag­legri þátt­töku í stjórn­mál­um glímdu sjálf­ir við tregðulög­málið þegar þeir hösluðu sér völl á sviði stjórn­mála. Marg­ir geta litið stolt­ir yfir fer­il­inn, sátt­ir við dags­verkið. Þeir öðrum frem­ur ættu að horfa bjart­sýn­ir til framtíðar – ungt hæfi­leika­ríkt fólk sem bygg­ir á traust­um grunni sjálf­stæðis­stefn­unn­ar er að taka við og mun leiða frels­is­bar­áttu sem hófst fyr­ir 90 árum.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. maí 2019.