Heimamenn í Reykjavík
'}}

Sigríður Ásthildur Andersen, dómsmálaráðherra:

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins kom til Reykja­vík­ur í gær úr fimm daga hring­ferð um landið. Heima­menn á 22 stöðum tóku vel á móti hópn­um og ræddu við okk­ur um hugðarefni sín sem snúa að stjórn lands­ins, ráðstöf­un skatt­fjár og at­vinnu­lífi í heima­byggð.

Af umræðum á Alþingi og um­fjöll­un um stjórn­mál­in mætti oft halda að landið væri rjúk­andi rúst, byggðir „brot­hætt­ar“ og „sam­fé­lags­legt upp­nám“ í aðsigi, ef ekki þegar hafið. Það var þess vegna sér­lega ánægju­legt að heyra hversu já­kvætt og af­slappað hljóðið var í þeim sem við rædd­um við, þvert á lands­hluta. Ferðaþjón­usta af ýmsu tagi hef­ur með marg­vís­leg­um hætti eflt flest byggðarlög. At­vinna er næg og spurn eft­ir starfs­fólki víða. Ný jarðgöng reyn­ast ekki bara sam­göngu­bót held­ur raun­veru­leg stækk­un byggðarlaga. Alls staðar voru sam­göng­ur til umræðu og greindi ég ekki annað en al­menn­an áhuga á vega­fram­kvæmd­um til framtíðar með einkafram­kvæmd og beinni gjald­töku til að flýta sam­göng­um. Mik­ill skiln­ing­ur er á því að vas­ar skatt­greiðenda eru ekki ótæm­andi.

Þótt hring­ferð okk­ar sé lokið í bili þá höld­um við áfram til móts við heima­menn næstu vik­urn­ar, nú í ná­grenni höfuðborg­ar­inn­ar.

Á morg­un sækj­um við Reyk­vík­inga heim og hitt­um þá von­andi flesta í Iðnó í há­deg­inu þar sem færi gefst á góðu spjalli um það sem helst brenn­ur á borg­ar­bú­um. Sam­göngu­mál­in inn­an borg­ar­mark­anna verða ef­laust mörg­um of­ar­lega í huga enda borg­ar­yf­ir­völd um ára­bil verið áhuga­lít­il um bætt­ar vega­sam­göng­ur þótt um­ferð auk­ist ár frá ári. Sam­göngu­áætlun til næstu fimm ára sem ný­lega var samþykkt á Alþingi ger­ir ráð fyr­ir tvenn­um vega­fram­kvæmd­um í Reykja­vík­ur­borg, þ.e. mis­læg­um gatna­mót­um við Bú­staðaveg og tvö­föld­un á veg­arkafla við Bæj­ar­háls og Vest­ur­lands­veg sem hluta af hring­veg­in­um. Ekki er gert ráð fyr­ir Sunda­braut í áætl­un­inni. Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík hefðu svo sann­ar­lega viljað sjá meira gert til þess að bæta um­ferðarör­yggi í borg­inni og draga úr töf­um í um­ferðinni. Borg­ar­yf­ir­völd bera hins veg­ar ábyrgð á fram­kvæmda­stopp­inu. Mik­il­vægt er að viðhorfs­breyt­ing verði við stjórn borg­ar­inn­ar.

Hring­ferð allra þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins lands­horna á milli fær­ir okk­ur gott vega­nesti inn í þing­störf­in fram und­an. Úti á landi líta menn á sig sem heima­menn á hverj­um stað. Það erum við svo sann­ar­lega líka í Reykja­vík. Ég von­ast til að hitta sem flesta heima­menn í Iðnó á morg­un og taka þátt í líf­leg­um umræðum.

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2019.