Ef við ættum 330 milljarða handbæra

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Í óræðri framtíð fær Alþingi það verk­efni að taka ákvörðun um hvernig best sé og skyn­sam­legt að verja 330 millj­örðum króna. Fjár­mun­irn­ir eru til ráðstöf­un­ar á kom­andi árum og það þarf að finna þeim far­veg. Þing­menn eru ekki bundn­ir af öðru en að ráðstafa fjár­mun­un­um þannig að all­ur al­menn­ing­ur njóti.

Kost­irn­ir sem þing­menn standa frammi fyr­ir eru marg­ir en mis­jafn­ir.

Eitt­hvað seg­ir mér að meiri­hluti þing­manna verði lítt hrif­inn af þeirri hug­mynd að skipta fjár­hæðinni jafnt á milli allra lands­manna; senda hverj­um og ein­um um 950 þúsund krón­ur. Þeir hinir sömu yrðu lík­lega ekki held­ur hopp­andi kát­ir með að út­deila fjár­hæðinni á hvern Íslend­ing með því að leggja inn á sér­eign­ar­reikn­ing viðkom­andi og styrkja þannig líf­eyr­is­rétt­indi allra.

Sú skoðun að besta ráðstöf­un pen­ing­anna sé ein­fald­lega að greiða inn á líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar rík­is­ins get­ur fengið hljóm­grunn í það minnsta hjá ein­hverj­um þing­mönn­um og þeir hinir sömu geta tekið und­ir skyn­semi þess að grynnka enn meira á skuld­um rík­is­ins en þegar hef­ur verið gert. (Frá ár­inu 2013 hafa skuld­ir rík­is­ins verið greidd­ar niður um 660 millj­arða króna.) Svipuð rök liggja að baki því að setja fjár­mun­ina til hliðar í þjóðarsjóð til að mæta al­var­leg­um áföll­um í framtíðinni.

Stuðning­ur við að nota hluta pen­ing­ana til að byggja upp sam­göngu­kerfið fell­ur ör­ugg­lega í frjó­an jarðveg. Óhætt er að full­yrða að víðtæk­ur og góður stuðning­ur yrði við slíka ráðstöf­un inn­an þings og utan. Hið sama á við um fjár­fest­ingu í innviðum heil­brigðis­kerf­is­ins og mennta­kerf­is­ins. Og ein­hverj­ir gætu dregið fram skyn­semi þess að fjár­festa í öfl­ug­um gagn­a­streng milli Íslands og annarra landa, ekki aðeins til að auka ör­yggi held­ur ekki síður til að styrkja at­vinnu­lífið og byggja und­ir ný tæki­færi.

Innviðir eða áhætt­u­r­ekst­ur

Traust­ir innviðir eru for­senda hag­sæld­ar og bættra lífs­kjara. Skyn­sam­leg fjár­fest­ing í innviðum sam­fé­lags­ins, jafnt efna­hags­leg­um sem fé­lags­leg­um, er sam­eig­in­legt verk­efni. Dæmi um efna­hags­lega innviði eru sam­göngu­mann­virki, orku­vinnsla og -dreif­ing og fjar­skipti. Fé­lags­leg­ir innviðir eru meðal ann­ars skól­ar, bygg­ing­ar og tæki fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu, fang­elsi, og íþrótta­hús.

Til­laga um að nýta 330 millj­arðana, sem liggja á lausu, í sam­fé­lags­lega innviði er lík­leg til að ná fram að ganga með yf­ir­gnæf­andi stuðningi þing­manna og al­menn­ings.

Eng­um (ég vona að ég hafi rétt fyr­ir mér) dett­ur í hug að leggja það til að binda fjár­mun­ina í fjár­mála­kerf­inu – kaupa til dæm­is tvo banka. Fjár­fest­ing sam­eig­in­legra fjár­muna í áhætt­u­r­ekstri á fjár­mála­markaði væri tal­in glapræði, ekki síst þegar við blasa um­fangs­mik­il verk­efni á sviði sam­fé­lags­legra innviða. Jafn­vel hörðustu bar­áttu­menn rík­is­rekstr­ar á flest­um sviðum, gera sér grein fyr­ir firr­unni sem felst í því að ráðstafa fjár­mun­um lands­manna í banka- og fjár­mála­rekst­ur í stað innviða.

En þótt eng­inn sé lík­leg­ur til að berj­ast fyr­ir því að 330 millj­örðunum verði varið fjár­fest­ingu í banka­starf­semi ligg­ur það fyr­ir að ríkið hef­ur bundið mikla fjár­muni í bönk­um. Um 330 millj­arðar eru í tveim­ur bönk­um og 120 millj­arðar til viðbót­ar eru í þrem­ur lána­sjóðum. Auk þess er ríkið óbeint eða beint í ábyrgðum fyr­ir 857 millj­arða. Áætlað verðmæti eign­ar­hluta rík­is­ins í tveim­ur bönk­um er um 13% af vergri lands­fram­leiðslu. Um­svif rík­is­ins á fjár­mála­markaði hér á landi eiga sér enga hliðstæðu í vest­ræn­um ríkj­um. Aðeins í Rússlandi, Kína, ríkj­um í Norður-Afr­íku og Suður-Am­er­íku, er fyr­ir­ferð hins op­in­bera jafn­mik­il á fjár­mála­markaði og hér á landi.

Fórn­ar­kostnaður al­menn­ings

Ríkið hef­ur bundið hundruð millj­arða í ýms­um eign­um sem nýt­ast lítið eða ekki þegar kem­ur að grunn­skyld­um rík­is­ins – heil­brigðisþjón­ustu, al­manna­trygg­ing­um, sam­göng­um, mennta­kerfi og lög­gæslu. Lít­il og tak­mörkuð umræða á sér hins veg­ar stað um hvernig þess­ar eign­ir þjóna lands­mönn­um. Vegna þessa miss­um við sjón­ar á mik­il­vægu mark­miði: að nýta rík­is­eign­ir með arðbær­um og skyn­sam­leg­um hætti. Og þess vegna er litið fram hjá þeim fórn­ar­kostnaði sem al­menn­ing­ur þarf að færa vegna þess að gríðarleg­ir fjár­mun­ir eru bundn­ir í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um eða öðrum eign­um sem skipta vel­ferð venju­legs Íslend­ings litlu eða engu. (Lát­um liggja á milli hluta hversu nei­kvæð og óheil­brigð áhrif ríkið hef­ur á sam­keppni og framþróun með um­fangs­miklu eign­ar­haldi).

Um eitt er ég sann­færður: Fjár­fest­ing í öfl­ugri heil­brigðisþjón­ustu skil­ar meiri arðsemi en að binda áhættu­fé í banka­starf­semi – lífs­gæði al­menn­ings verða meiri. Upp­bygg­ing mennta­kerf­is­ins er áhrifa­rík­ari leið til að tryggja jöfnuð og að all­ir fái tæki­færi til að rækta hæfi­leika sína óháð efna­hag, en að sitja með fjár­muni fasta í áhætt­u­r­ekstri.

Í ný­legri „Hvít­bók um framtíðar­sýn fyr­ir fjár­mála­kerfið“ er bent á fórn­ar­kostnað rík­is­sjóðs af um­fangs­mik­illi eign í banka­kerf­inu. Veru­leg­ar arðgreiðslur til rík­is­ins und­an­far­in ár hafi vegið þar á móti „en nú stefn­ir í að þær verði mun lægri á kom­andi árum“. Á sama tíma stend­ur ríkið frammi fyr­ir fjár­fest­ing­um sem „fela í sér ótví­ræðan sam­fé­lags­leg­an ábata“. Verðmæti eign­ar­hluta í bönk­un­um jafn­gild­ir fimm nýj­um há­skóla­sjúkra­hús­um eða hátt í þrjá­tíu Hval­fjarðargöng­um.

Ég hef orðað þetta þannig að umbreyta eigi fé sem er fast í bönk­um, flug­stöð, fjölda fast­eigna, ýms­um fyr­ir­tækj­um í sam­keppn­is­rekstri og jörðum, yfir í aðrar eign­ir sem við telj­um mik­il­væg­ari fyr­ir sam­fé­lagið. Andstaðan er hörð, ekki aðeins við að ríkið dragi sig út úr fjár­mála­kerf­inu að mestu leyti held­ur ekki síður að fjár­mun­ir í flug­stöð séu leyst­ir úr fjötr­um og þeim umbreytt í vegi, brýr, göng, hafn­ir og inn­an­lands­flug­velli. Í stað þess að stokka upp eigna­safn rík­is­ins og færa í sam­fé­lags­lega innviði er gælt við að auka álög­ur á al­menn­ing og fyr­ir­tæki.

Fjár­fest­ing í innviðum er for­senda þess að hægt sé að standa und­ir kröf­um um góð lífs­skil­yrði hér á landi, sem stand­ast sam­an­b­urð við það besta sem þekk­ist í heim­in­um. Bætt lífs­kjör í framtíðinni byggja á traust­um innviðum sam­fé­lags­ins. Þegar tek­in er ákvörðun um að binda hundruð millj­arða í eign­um sem styðja ekki við grunn­skyld­ur hins op­in­bera, er um leið tek­in ákvörðun um að færa fórn­ir – veikja sam­fé­lags­lega innviði. Þann kostnað bera all­ir, ekki síst þeir sem lak­ast standa.

Ef við ætt­um 330 millj­arða hand­bæra, hvað mynd­um við gera?

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. janúar 2019.