Aslaug Arna

Barið á bönkunum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

Hvergi í hinum vest­ræna heimi er jafn stór hluti fjár­mála­kerf­is­ins í eigu hins op­in­bera og á Íslandi. Ríkið á tvo viðskipta­banka, rek­ur Íbúðarlána­sjóð sem hef­ur kostað ríkið stór­fé, að ógleymdri Byggðastofn­un.

Um­svif rík­is­ins á fjár­mála­markaði eiga sér að hluta eðli­leg­ar skýr­ing­ar. Í eft­ir­leik falls bank­anna eignaðist ríkið viðskipta­bank­ana, bæði við end­ur­reisn þeirra og sem hluta af stöðug­leikafram­lagi kröfu­hafa. Hvað sem því líður þarf að taka ákvörðun um hvaða hlut­verk ríkið ætl­ar að leika á fjár­mála­markaði. Um það er meðal ann­ars fjallað í hvít­bók um framtíðar­sýn og stefnu fyr­ir fjár­mála­kerfið sem kynnt var í þess­ari viku.

Rík­is­sjóður er nú með um 300 millj­arða króna bundna í banka­kerf­inu. Áhætt­an er mik­il og er á ábyrgð okk­ar allra. Þró­un­in í fjár­mála­tækni er hröð og við vit­um í raun ekki í hvernig bank­ar framtíðar­inn­ar munu líta út, hvernig þeir starfa og veita nauðsyn­lega þjón­ustu. Bylt­ing í greiðslumiðlun er þegar haf­in og von­andi nýt­ur al­menn­ing­ur þess í formi lægri kostnaðar, vaxta og betri þjón­ustu. Tækniþró­un­in er áskor­un sem bank­arn­ir eiga tak­ast á við en ekki skatt­greiðend­ur. Þá er mik­ill fórn­ar­kostnaður fólg­inn í því að binda fjár­muni í bönk­un­um, sem gætu nýst bet­ur, t.d. til að lækka skuld­ir rík­is­sjóðs, lækka skatta, styrkja innviðaupp­bygg­ingu eða á ann­an ábyrg­an hátt.

Á meðal margra stjórn­mála­manna rík­ir skrýtið, jafn­vel for­dóma­fullt, viðhorf í garð fjár­mála­fyr­ir­tækja. Tíu árum eft­ir fall þriggja banka eru marg­ir enn á þeirri skoðun að það eigi að refsa bönk­un­um með skött­um og setja á þá sér­stak­ar reglu­legðir og sér­staka skatta til að koma í veg fyr­ir annað hrun. Á sama tíma er ætl­ast til þess að þeir lækki vexti og veiti hag­kvæma og góða þjón­ustu. Þeir sem benda á öf­ug­mæl­in við þróun eru sakaðir um að vera mál­svar­ar fjár­mála­afla og þeim gerðar upp ann­ar­leg­ar hvat­ir. Lík­lega þarf sú sem hér skrifað að sæta því eft­ir birt­ingu þessa pist­ils. Þetta er ekk­ert annað en ódýr po­púl­ismi og það sjá all­ir skyn­sam­ir ein­stak­ling­ar.

Við þurf­um að horfa til framtíðar og tryggja að bank­ar og fjár­mála­stofn­an­ir – rétt eins og öll önn­ur þjón­ustu­fyr­ir­tæki – geti starfað í eðli­legu um­hverfi og boðið viðskipta­vin­um sín­um góða þjón­ustu. Á kom­andi árum munu neyt­end­ur hafa enn meira val um það hvort og þá hvernig þeir nýta sér þjón­ustu hefðbund­inna banka. Það er ekki hlut­verk okk­ar sem störf­um í stjórn­mál­um að ákveða hvort og þá hversu mikið ríkið ætl­ar að starfa í ákveðnum þjón­ustu­grein­um, held­ur að skapa heil­brigt um­hverfi þar sem ný­sköp­un, tækni, þjón­usta og hag­kvæmni fær að njóta sín. Það er held­ur ekki hlut­verk stjórn­mála­manna að refsa ein­staka fyr­ir­tæk­um fyr­ir gaml­ar synd­ir, held­ur að horfa til framtíðar og búa þannig í hag­inn að all­ir geti starfað eft­ir skýr­um leik­regl­um og á jöfn­um grund­velli.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. desember 2018.