Margt vitlausara en að minna á stefnu landsfundar
'}}

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Það skal játað í upp­hafi að ég á erfitt með að skilja hug­mynd­ir um að rétt sé og skylt að leggja svo­kallaðan há­tekju­skatt á launa­tekj­ur. Satt best að segja lít ég þannig á að þegar launa­fólk borg­ar tæp­lega helm­ing launa sinna í beina skatta, þá sé um há­tekju­skatt að ræða. Af hverj­um 10 þúsund króna mánaðar­tekj­um um­fram 893.713 krón­ur eru greidd­ar 4.624 krón­ur í staðgreiðslu – 46,24%. Árið 2008 var þetta hlut­fall 35,72%.

Þeir stjórn­mála­menn eru til sem telja að þessi gríðarlega hækk­un skatt­hlut­falls – 10,52%-stig – sé ekki nægj­an­leg. Það þurfi að ganga lengra og taka upp of­ur­skatta líkt og marg­ir skattaglaðir vinstri menn lögðu til fyr­ir nokkr­um árum. Hin sósíal­íska „skatta­formúla“ gerði þá ráð fyr­ir 60-70% skatti á tekj­ur yfir einni millj­ón á mánuði og á upp­boðsmarkaði hinna skattaglöðu var kallað eft­ir 80% skatti á tekj­ur yfir 1,2 millj­ón­um.

Kraf­an um há­tekju­skatt­inn – of­ur­skatt­inn – er í sam­ræmi við sann­fær­ingu vinstri manna um að rík­is­sjóður sé að „kasta frá sér“ eða „af­sala sér“ tekj­um ef skatt­ar eru ekki hækkaðir. Verið sé að „veikja“ skatt­stofna með því að ganga ekki fram af ein­urð og skatt­leggja allt það sem hreyf­ist. Í hug­ar­heimi þeirra sem þannig tala er það merki um að land sé „skattap­ara­dís“ þegar „aðeins“ önn­ur hver króna hverf­ur úr launaum­slag­inu í tekju­skatt og út­svar.

Í leit að lýðhylli

Mikið væri gott ef þeir sem nú ganga fram fyr­ir skjöldu og boða há­tekju­skatt á launa­tekj­ur gæfu sér tíma og legðu jafn­mikið á sig að berj­ast fyr­ir því að lækka álög­ur á al­mennt launa­fólk. Það væri held­ur ekki úr vegi að þeir færðu rök fyr­ir því af hverju nær 30% hækk­un tekju­skatts­ins (10,52%-stig) er tal­in merki um að verið sé að „af­sala“ rík­inu tekj­um. (Á liðnu ári greiddu ein­stak­ling­ar um 34 millj­örðum krón­um hærri fjár­hæð í tekju­skatt en árið 2008, á föstu verðlagi.)

Það kann vel að vera að það sé góð leið fyr­ir stjórn­mála­mann að afla sér lýðhylli með því að tala fjálg­lega um nauðsyn þess að leggja há­tekju­skatt á fólk sem hef­ur góðar tekj­ur. En slík skatt­heimta afl­ar rík­is­sjóði ekki mik­illa fjár­muna og skil­ar þeim engu sem hafa meðal­tekj­ur eða lægri. Há­tekju­skatt­ur eyk­ur ekki ráðstöf­un­ar­tekj­ur þeirra – það verður ekk­ert meira eft­ir í launaum­slag­inu.

Meira eft­ir í launaum­slag­inu

Í aðdrag­anda kjara­samn­inga, sem að lík­ind­um verða erfiðir og flókn­ir, er ekki óeðli­legt að horft sé til þess með hvaða hætti hægt er að lækka bein­ar álög­ur á launa­fólk – tryggja að ráðstöf­un­ar­tekj­ur hækki með því að meira verði eft­ir í launaum­slag­inu en áður. Alltaf er horft til rík­is­sjóðs en lítt hugað að þeim álög­um sem sveit­ar­fé­lög­in leggja á íbú­ana en sum þeirra ganga fram af full­um þunga.

Sá er þetta skrif­ar hef­ur ít­rekað gagn­rýnt tekju­skatt­s­kerfið og haldið því fram að það sé flókið, órétt­látt og refsi fólki þegar það nær að bæta sinn hag. Rétt­ast sé að inn­leiða flata tekju­skatts­pró­sentu með háum per­sónu­afslætti sem lækki eft­ir því sem tekj­ur eru hærri og þurrk­ist að lok­um út. Flatur tekju­skatt­ur með stig­lækk­andi per­sónu­afslætti trygg­ir ein­fald­leika en styrk­ir um leið stöðu lág­launa­stétta og milli­tekju­hópa. Ýtt er und­ir fólk í stað þess að berja það niður með háum jaðarskött­um sem eru fylgi­fisk­ar tekju­teng­inga og þrepa­skipts tekju­skatts.

Á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar er unnið að end­ur­skoðun tekju­skatt­s­kerf­is­ins. Von­andi leiðir sú vinna til skyn­sam­legr­ar upp­stokk­un­ar og lækk­un­ar skatta á launa­fólk. En þar með verða at­vinnu­rek­end­ur ekki leyst­ir und­an þeirri ábyrgð að ná samn­ing­um og stuðla að því að hægt sé að hækka laun þeirra sem lök­ust hafa kjör­in.

Margt vit­laus­ara

Hitt er auðvitað rétt að rík­is­sjóður þarf ekki, frek­ar en sveit­ar­fé­lög­in, að bíða eft­ir kjara­samn­ing­um til að lækka skatta eða gera sann­gjarn­ar breyt­ing­ar á tekju­skatt­s­kerf­inu. Stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins er a.m.k. skýr í þess­um efn­um. „Sam­keppn­is­hæf starfs­skil­yrði og hag­stætt fyr­ir­tækjaum­hverfi eru lyk­il­atriði góðra lífs­kjara,“ seg­ir í álykt­un lands­fund­ar sem hald­inn var í mars síðastliðnum. Sjálf­stæðis­menn vilja ein­falda skatt­kerfið og lækka tekju­skatt ein­stak­linga þannig að tekju­skatt­ur og út­svar lækki í áföng­um í sam­tals 25% fram til árs­ins 2025.

Í hug­um Sjálf­stæðismanna er ein­falt og skil­virkt skattaum­hverfi for­senda öfl­ugs og blóm­legs at­vinnu­lífs. Árið 2013 benti lands­fund­ur á að „mesta kjara­bót Íslend­inga fel­ist í lækk­un skatta“ sem stuðlar að „meiri fjár­fest­ingu og auk­inni verðmæta­sköp­un“.

Aðilar vinnu­markaðar­ins gerðu margt vit­laus­ara en að herma þessa yf­ir­lýs­ingu upp á okk­ur Sjálf­stæðis­menn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 31. október 2018