Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði að tillögu velferðarnefndar, að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Sjálfstæðisflokkurinn vill að þetta markmið verði ávallt haft að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku varðandi heilbrigðiskerfið; bæði vegna einstaklinga sem og veitenda þjónustunnar. Leggja þarf fram ítarlega heilbrigðisályktun til langs tíma þar af lútandi.

Lækka þarf lyfjaverð og sjúkrakostnað, þar á meðal með frelsi í verslun með lausasölulyf, efla heilsugæsluna; auka aðstoð við aldraða, auka heimaþjónustu og fjölga dvalar- og hjúkrunarheimilum um allt land. Endurskoða skuli bætur almannatrygginga í heild, gefa fólki kost á sveigjanlegum starfslokum, tryggja öllum tækifæri til þátttöku á vinnumarkaði þrátt fyrir sjúkdóma eða fötlun.

Þá vill flokkurinn auka forræði kvenna yfir eigin líkama, en þar á meðal skuli gera ferli þungunarrofs, einfaldara og nærgætnara. Sérstaka áherslu skal leggja á bætt geðheilbrigði. Í húsnæðismálum vill flokkurinn auðvelda ungu fólki að eignast eigið húsnæði, en um leið þarf að skapa skilyrði fyrir heilbrigðari leigumarkað.

Ályktunina í heild má finna hér.