Heilbrigðismálin í forgangi

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu á kjörtímabilinu og hefur boðað að enn frekari uppbygging muni eiga sér stað á komandi kjörtímabili.  Enda hafi með styrkri efnahagsstjórn á kjörtímabilinu verið lagður grunnur að því að hægt sé að verja enn frekari fjármunum í kerfið á næsta kjörtímabili.

Á það hefur verið bent að Sjálfstæðisflokkurinn hefur varið 38 milljörðum króna meira í heilbrigðismál á kjörtímabilinu en áður.

Það er raunaukning á framlögum til heilbrigðismála upp á 16%. Það munar um minna! Okkur tókst að verja og auka framlög til heilbrigðiskerfisins á erfiðum tímum. Nú er komið að enn frekari uppbyggingu.