Kjörstaðir í Suðvesturkjördæmi

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fer fram laugardaginn 10. september.  Kosið er á milli kl. 9 og 18.  Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru hvattir til að taka þátt og móta þannig framtíðina.

Prófkjörið er opið öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum 15 ára og eldri. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem ganga í flokkinn á kjördegi skulu þó hafa náð 18 ára aldri 29. október n.k.

Kjörstaðir eru opnir frá kl. 9:00 – 18:00 og eru þeir eftirfarandi:

Garðabær – Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ, Garðatorgi 7.

Hafnarfjörður – Víðistaðaskóli, Hrauntungu 7

Kópavogur – Lindaskóli, Núpalind 7

Mosfellsbær og Kjósin – Félagsheimili sjálfstæðismanna í Kjarna, Þverholti 2

Seltjarnarnes – Félagsheimili sjálfstæðismanna, Austurströnd 3