Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi kemur saman til fundar í Mývatnssveit helgina 3. og 4. september nk. Þar verður kosið um sex efstu sætin á framboðslista fyrir alþingiskosningar í svonefndri röðun, þar sem aðal- og varafulltrúar í kjördæmisráði hafa atkvæðisrétt. Í fundarlok á sunnudegi mun kjörnefnd leggja fram tillögu að skipan framboðslistans í heild.
Dagskrá þingsins er eftirfarandi:
Laugardagur 3. september
10:30 Skráning á þingið
11:00 Fundur hefst – formaður kjördæmisráðs flytur stutta tölu
Kosning í efstu sæti framboðslista í alþingiskosningum
11:05 Formaður kjörnefndar fer yfir ferlið í kosningu um efstu sex sætin
11:10 Kosning hefst – kynning frambjóðenda og kosið í hvert sæti fyrir sig
12:45 Hádegishlé
13:15 Kosning og kynning frambjóðenda heldur áfram
Undirbúningur fyrir þingkosningar
16:00 Umræða um kosningabaráttuna framundan
17:10 Ávarp – oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
17:20 Fundarhlé
17:30 Ferð í jarðböðin
19:30 Kvöldverður á Sel-Hótel
Sunnudagur 4. september
11:00 Lögð fram tillaga að framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Formaður kjörnefndar leggur fram tillögu að framboðslista við alþingiskosningar 2016
11:20 Umræða um tillögu að framboðslista og kosning
12:00 Fundarlok (formaður kjördæmisráðs slítur fundi)