Framboðsfrestur í Norðausturkjördæmi rennur út á mánudaginn

Vakin er athygli á því að framboðsfrestur til röðunar á tvöföldu kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi rennur út á mánudaginn kemur, 29. ágúst kl. 12:00.  Tvöfalda kjördæmisþingið fer fram 3. september í Skjólbrekku í Mývatnssveit.  Skila ber framboðum til formanns kjörnefndar á netfangið, raustehf@simnetr.is með afriti á netfangið xd@xd.is . Meðfylgjandi eru samræmdar reglur um röðun með lítillegum uppfærslum sem samþykktar voru á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins 26. ágúst og eyðublað fyrir framboð til röðunar.

Þeir sem skila inn framboði sínu geta sótt um aðgang að kjörskrá með því að senda póst á sigurbjorni@xd.is

Eyðublað fyrir framboð í röðun í Norðausturkjördæmi

Samræmdar reglur um röðun