Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 3. september 2016.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í dag, þriðjudaginn 23. ágúst.
Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Opið alla virka daga kl. 9 til 17.
Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík.
Kjósa skal 6 – 8 frambjóðendur, hvorki fleiri en 8 né færri en 6, ella ógildist kjörseðillinn. Kosið skal með því að setja tölustaf frá einum og upp í átta fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista.
Nánari upplýsingar um prófkjörið verða birtar þegar nær dregur prófkjörsdeginum 3. september.
Yfirkjörstjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík