Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Morgunblaðið um helgina að flokkurinn muni forgangsraða stefnumálum sínum á næsta kjörtímabili. Þá verði stóraukin áhersla lögð á bætta samfélagsþjónustu, minni greiðsluþátttöku sjúklinga, eflingu Landspítalans og bætta heilbrigðisþjónustu með stórauknum fjárframlögum.
Bjarni var spurður af því hvort að kjósendur mættu ekki treysta á það að Sjálfstæðisflokkurinn myndi halda áfram stefnumiðun varðandi það að halda sköttum og gjöldum í lágmarki.
“Jú, því má treysta. Hins vegar deili ég þeirri tilfinningu með stórum hluta fólksins í landinu að það sé víða pottur brotinn í opinberri þjónustu. Við verðum að gera mun betur í þessari þjónustu en við gerum í dag. Við þær aðstæður þarf það að vera framar í forgangsröðuninni, en veruleg lækkun skatta og opinberra gjalda.” sagði Bjarni.