Sjálfkjörið í kjörnefnd Varðar

Niðurstöður kosningar til kjörnefndar Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík liggja fyrir. Þegar framboðsfrestur rann út kl. 16:00 síðastliðinn föstudag höfðu átta framboð borist til yfirkjörstjórnar, þau hafa nú öll verið úrskurðuð gild og er því sjálfkjörið í kjörnefnd.

Nýja kjörnefnd Varðar skipa:

Elsa Dóra Grétarsdóttir
Gunnar Guðjónsson
Jórunn Pála Jónasdóttir
Halldór Blöndal
Ingvar Smári Birgisson
Jóhanna Pálsdóttir
Kristín Sigurey Sigurðardóttir
Þorsteinn Arnalds

Yfirkjörstjórn Varðar óskar hinum nýkjörnu kjörnefndarmönnum til hamingju með kjörið.

Deila: