Sjálfkjörið í kjörnefnd Varðar

Niðurstöður kosningar til kjörnefndar Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík liggja fyrir. Þegar framboðsfrestur rann út kl. 16:00 síðastliðinn föstudag höfðu átta framboð borist til yfirkjörstjórnar, þau hafa nú öll verið úrskurðuð gild og er því sjálfkjörið í kjörnefnd.

Nýja kjörnefnd Varðar skipa:

Elsa Dóra Grétarsdóttir
Gunnar Guðjónsson
Jórunn Pála Jónasdóttir
Halldór Blöndal
Ingvar Smári Birgisson
Jóhanna Pálsdóttir
Kristín Sigurey Sigurðardóttir
Þorsteinn Arnalds

Yfirkjörstjórn Varðar óskar hinum nýkjörnu kjörnefndarmönnum til hamingju með kjörið.