Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer, á facebook síðu sinni, yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfinu í tíð sitjandi ríkisstjórnar. Þar segir hann m.a. “Við höfum beitt okkur fyrir skattalækkunum með lækkun tekjuskatts undanfarin ár og nú þegar er ákveðið með lögum að um næstu áramót fellur miðþrep tekjuskatts niður. Við þetta hefur dregið örlítið úr tekjujöfnun kerfisins en mér hefur þótt hitt skipta miklu meira máli, að fólk hefur haft mun meira milli handanna, heldur meiru eftir af sjálfsaflafé sínu.”
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer, á facebook síðu sinni, yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfinu í tíð sitjandi ríkisstjórnar. Þar segir hann m.a.
“Við höfum beitt okkur fyrir skattalækkunum með lækkun tekjuskatts undanfarin ár og nú þegar er ákveðið með lögum að um næstu áramót fellur miðþrep tekjuskatts niður. Við þetta hefur dregið örlítið úr tekjujöfnun kerfisins en mér hefur þótt hitt skipta miklu meira máli, að fólk hefur haft mun meira milli handanna, heldur meiru eftir af sjálfsaflafé sínu.”
Bjarni heldur áfram og greinir frá því hver áhrif skattalækkananna hafa verið á mismunandi tekjuhópa:
“Einkum hefur millitekjufólk notið góðs af breytingunum en við höfum líka lækkað á lægstu laun. Eftir sem áður greiða þeir tekjulægstu minnst og þeir tekjuhærri mest.”
Því næst víkur hann nokkrum orðum að málflutningi þeirra sem gagnrýnt hafa stefnuna, en flestir þeirra sem það hafa gert tala fyrir því að viðhalda eigi þremur skattþrepum í þeim tilgangi að tryggja betur tekjujöfnunarhlutverk kerfisins.
“Gallinn í þessum málflutningi er sá að hann viðurkennir ekki að persónuafslátturinn tryggir þetta hlutverk nú þegar mjög ríkulega. Auk þess á fólk að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Þeir sem ætla að auka tekjujöfnun skattkerfisins ætla að hækka skatta á millitekjufólkið. Einu sinni enn.”