170 milljónir í þrengingu Grensásvegar

Til­laga meiri­hlutans í borginni um þreng­ingu Grens­ás­veg­ar milli Miklu­braut­ar og Bú­staðaveg­ar var samþykkt í Um­hverf­is- og skipu­lags­ráði í gær.

Í til­lög­unni á að fækka akreinum úr fjór­um niður í tvær og lagn­ing göngu- og hjól­reiðastíga báðum meg­in við veg­inn. Alls hljóðar fram­kvæmd­in upp á 170 millj­ón­ir króna. Í samtali við mbl.is segir Júlíus Vífill Ingvarsson, full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins í Um­hverf­is- og skipu­lags­ráði, er óverj­andi að verja upp­hæðinni á þenn­an hátt.

„Það að fara þessa leið er úr öll­um takti við þann raun­veru­leika sem blas­ir við öll­um sem þekkja til rekst­urs borg­ar­inn­ar. Það er verið að skera niður grunnþjón­ustu í grunn­skól­um, leik­skól­um og frí­stunda­heim­ild­um um 670 millj­ón­ir og um 420 millj­ón­ir á vel­ferðarsviði. Það dylst eng­um að þetta get­ur komið niður á starfs­ör­yggi starfs­fólks,“ seg­ir Júlí­us Víf­ill og bæt­ir við að allt stefni í 13 millj­arða króna halla borg­ar­sjóðs á síðasta ári.

Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir tjáðu sig einnig um málið á Facebook.