Viðtalstímar – Páll Magnússon og Katrín Atladóttir

Fastir viðtalstímar þingmanna og borgarfulltrúa

Páll Magnússon alþingismaður og Katrín Atladóttir borgarfulltrúi bjóða upp á viðtalstíma í Valhöll föstudaginn 15. nóvember.

Þingmenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða með viðtalstíma á skrifstofu flokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1.

Viðtalstímarnir munu fara fram á föstudögum frá kl. 12:00 – 13:00. Hver viðtalstími getur verið allt að 15 mínútur að lengd. Bóka verður tíma fyrirfram en starfsmaður Valhallar mun síðan úthluta viðtalstímum og taka mið af innsendum beiðnum.

Hægt verður að bóka viðtalstíma með því að senda tölvupóst á netfangið skuli@xd.is eða með því að hafa samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 515-1700. Boðið verður upp á viðtalstíma fram í nóvember. Dagsetningar viðtalstímanna, sem og hvaða fulltrúar verða til viðtals hverju sinni, verða auglýstar nánar á heimasíðu og samfélagssíðum flokksins.