Málfundafélagið Sleipnir á Akureyri boðar til umræðufundar í Kaupangi miðvikudaginn 29. ágúst kl. 19:30. "Fýlupúkafélagið" sækir Eyjafjörð heim og tekur stöðuna á pólitíkinni við upphaf þingvetrar.
Alþingismennirnir Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson og Haraldur Benediktsson flytja framsögu um stöðuna í pólitíkinni og svara fyrirspurnum.
Fundarstjóri: Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Málfundafélagsins Sleipnis.
Heitt á könnunni - allir velkomnir.