Þorrablót Varðar 2019

Árlegt þorrablót Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldið í Valhöll laugardaginn 16. febrúar næstkomandi.

Takið daginn frá!

Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20.

Valgerður Sigurðardóttir fer með minni karla og þá fer Egill Þór Jónsson með minni kvenna. Veislustjóri verður Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

Hörður G. Ólafsson sér um að skemmta fólki með söng og undirspili.

Miðinn á þorrablótið kostar 7.500 krónur.

Miðasala er hafin og fer hún fram á skrifstofu Valhallar. Miðasala stendur yfir frá kl. 9 -17 alla virka daga. Æskilegt er að skráningu sé lokið fyrir kl. 17 miðvikudaginn 13. febrúar. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á skuli@xd.is. Hægt er að greiða fyrir miða á skrifstofu Valhallar, á þorrablótinu sjálfu (að því gefnu að viðkomandi sé skráður) eða með því að leggja inn á reikning 513-26-7414, kt. 570269-1439 (Skýring: Þorrablót).

Við hvetjum sjálfstæðismenn til að mæta hressir og kátir og fagna með okkur þorranum.

Allir velkomnir.

Kveðja,

Stjórn Varðar.