Þórdís Kolbrún á fundi í Borgarbyggð

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra verður sérstakur gestur laugardagsfundar í Borgarbyggð laugardaginn 11. janúar nk. kl. 11-13 á B59 hóteli í Borgarnesi.

Lilja Björg Ágústsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Borgarbyggð og starfandi sveitarstjóri fer yfir helstu áherslur fjárhagsáætlunar Borgarbyggðar fyrir árið 2020 og sveitarstjórnarmálin.

Mögulegt verður að fá sér súpu og salat að hætti hússins að fundi loknum.

Allir velkomnir.