Skipulagsmál í Grafarvogi

Félag Sjálfstæðismanna í Grafarvogi heldur opinn fund um skipulagsmál Reykjavíkur með áherslu á málefni Grafarvogs.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 9. júní klukkan 19:00 í félagsheimili FSG að Hverafold 3, annarri hæð. Á fundinum verður boðið upp á súpu og brauð frá Ostabúðinni. Fundinum verður jafnframt streymt frá Facebook-síðu Félags Sjálfstæðismanna í Grafarvogi.

Á fundinum verður m.a. fjallað um Borgarlínu, Sundabraut og skipulag í norðanverðum Grafarvogi. Framsögumenn verða Eyþór Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Guðmundsson og munu þau sitja fyrir svörum að loknum framsögum. Gestur fundarins verður Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Við bjóðum alla borgarbúa velkomna og sér í lagi íbúa Grafarvogs og Bryggjuhverfis.