Opinn fundur um umferðarmál í Vesturbæ

Opinn fundur um umferðarmál í Vesturbæ

Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi boðar til opins fundar um umferðarmál í Vesturbæ næstkomandi fimmtudag, 24. janúar, kl. 18:00 í Hagaskóla.

Frummælandi verður Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur en fulltrúar hinna ýmsu stjórnmálaflokka sem sæti eiga í borgarstjórn Reykjavíkur munu síðan flytja stutt ávörp og sitja fyrir svörum.

Fundarstjóri er Sólveig Pétursdóttir, fv. forseti Alþingis og ráðherra.

Stjórn Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi.