Hildur Björnsdóttir, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru gestir á næsta laugardagsfundi Varðar 4. febrúar, kl. 10:30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Að þessu sinni skipuleggur Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, fundinn.
Hildur fer yfir það helsta sem er á döfinni í borgarmálunum. Í kjölfarið taka borgarfulltrúar spjallið við gesti fundarins.
Heitt á könnunni!
Laugardagsfundir Varðar eru öllum opnir og eru haldnir á vegum Varðar og sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.