Holberg Másson, formaður Félags Sjálfstæðismanna í Miðbæ og Norðurmýri, er gestur laugardagsfundar Varðar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 2. desember 2023 kl. 10.30.
Holberg mun fjalla um hugmyndir sem uppi hafa verið í gegnum tíðina um gerð jarðgangna á höfuðborgarsvæðinu, þ.á.m. í Reykjavík.
Helgi Áss Grétarsson, stjórnarmaður í félaginu og varaborgarfulltrúi, er fundarstjóri.
Heitt á könnunni!
Félag sjálfstæðismanna í Miðbæ og Norðurmýri
Laugardagsfundir Varðar eru öllum opnir og eru haldnir á vegum Varðar og sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Að þessu sinni sér Félag sjálfstæðismanna í Miðbæ og Norðurmýri um skipulag fundarins.