Laugardagsfundur í Reykjanesbæ

Laugardaginn 15. desember kl. 11:00 ætla sjálfstæðismenn á Suðurnesjum að hittast í Reykjanesbæ í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík (Hólagötu 15). Um er að ræða þriðja fundinn í nýrri fundarröð sjálfstæðismanna á Suðurnesjum sem haldnir eru til að þétta raðirnar og auka samstarfið milli sjálfstæðismanna á svæðinu. Fyrstu tveir fundirnir, sem haldnir voru í Grindavík og Garði (Suðurnesjabæ), voru vel sóttir og sköpuðust góðar umræður.

Á þessum fundi mun Margrét Sanders oddvitni sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ leiða umræður um þau tækifæri og möguleika sem við sjálfstæðismenn höfum til að vinna saman að staðbundnum málefnum sérstaklega.

Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ verða með heitt á könnunni og bjóða með því.

Nánar um fundinn má finna á Facebook, sjá hér.