Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins mun halda opinn fund um íslenskan vinnumarkað og skipulag hans fimmtudaginn 22. nóvember nk. í Valhöll.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent og vinnumarkaðsfræðingur mun flytja erindi og svara spurningum. Fundurinn byrjar kl. 20:00 og honum lýkur kl. 21:30.