Sjálfstæðisfélögin í Garðabæ og Hafnarfirði standa sameiginlega fyrir göngu þann 18. ágúst í Hafnarfirði í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins.
Göngumenn hittast kl. 12 að Norðurbakka í Hafnarfirði og gengið verður innan Hafnarfjarðar, í átt að Norðurbænum í gegnum m.a. Víðistaðatún og Hellisgerði (með fyrirvara um breytingar).
Gönguferðin endar svo aftur á Norðurbakka um kl. 13 þar sem boðið verður upp á kaffi.