Fundur um jöfn tækifæri barna

📅 20. febrúar 2023 0:00

'}}

Stjórn Málfundafélagsins Óðins hefur nú formlega tekið við störfum. Þá er eftir engu að bíða að halda fyrsta opna fund félagsins undir nýrri stjórn. Umfjöllunarefnið snertir okkur öll, en yfirskrift fundarins er: Jöfn tækifæri barna.

Í pallborði verða Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi, Jón Pétur Zimsen, skólastjóri, Óli Björn Kárason, þingmaður og Elfa Lilja Gísladóttir, tónlistarkennari. Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs stýrir pallborðsumræðum.

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 20. febrúra í Bókastofunni í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 17:15. Húsið opnar kl. 16:45 og ljúfir og lifandi tónar munu taka á móti fundargestum. Öll velkomin!