Fundur með Ólafi Ragnari Grímssyni

Boðað er til fundar í Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar mánudaginn 14. október nk. kl. 17:00.

Sérstakur gestur verður Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands og stjórnarformaður Arctic Circle. Mun Ólafur Ragnar fjalla um málefni Norðurslóða og hans sýn á stöðu Íslands.

Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju.

Boðið verður upp á léttar veitingar. Við hlökkum til að sjá þig.

Bestu kveðjur,

Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar