Fundur í Kópavogi

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtaka iðnaðarins verður gestur á morgunfundi Sjálfstæðisfélags Kópavogs laugardaginn 9. október.

Sigurður mun m.a. fara yfir skýrslu sem Samtök iðnaðarins gaf út s.l. vor er fjallar um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi.

Fundurinn verður haldinn þann 9. október næstkomandi í Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi kl. 10.

Kaffi og kruðerí í boði að vanda.

Hlökkum til að sjá þig!

Stjórnin.