Formenn stilla saman strengi

Í tengslum við flokksráðs- og formannafund og afmælishátíð og ball á Hilton Reykjavík Nordica, verður haldinn formannafundur félaga og ráða Sjálfstæðisflokksins.

Formannafundurinn hefst kl. 9 um morguninn í Valhöll. Þar munu formenn flokksfélaga og ráða flokksins stilla saman strengi, fara yfir félagastarfið og það sem þar skarar fram úr.

Flokksráðs- og formannafundur hefst í framhaldinu kl. 11 og afmælishátíð og ball kl. 19:30. Sjá nánar hér.