Eru eldra fólki allir vegir færir? – Laugardagsfundur Varðar með Ingibjörgu H. Sverrisdóttur

Ingibjörg H. Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, er gestur laugardagsfundar Varðar laugardaginn 4. mars 2023 kl. 10.30.
Eru eldra fólki allir vegir færir?
Á fundinum verða til umræðu hagsmunamál eldra fólks, með sérstakri áherslu á húsnæðis- og samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Varpað verður m.a. ljósi á hvað lífsgæðakjarnar eru og hvernig uppbygging þeirra geti bætt lífsgæði eldra fólks, svo sem með tilliti til húsnæðis og félagslífs. Einnig verður fjallað um hvaða afleiðingar stefna Reykjavíkurborgar um fækkun bílastæða hefur á hagsmuni eldra fólks.
Heitt á könnunni!
Félag sjálfstæðismanna í Miðbæ og Norðurmýri.
Laugardagsfundir Varðar eru öllum opnir og eru haldnir á vegum Varðar og sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Að þessu sinni skipuleggur Félag sjálfstæðismanna í Miðbæ og Norðurmýri fundinn.