Brynjar, Haraldur og Óli Björn á laugardagsfundi á Seltjarnarnesi

Félagsfundur með þingmönnunum Brynjari Níelssyni, Haraldi Benediktssyni og Óla Birni Kárasyni verður haldinn á vegum Sjálfstæðisfélags Seltirninga laugardaginn 24. nóvember 2018 kl. 10:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Umræðuefni fundarins: Ríkisstjórnin hefur setið í eitt ár. Fjárlagafrumvarp 2019 er til afgreiðslu á þingi. Kjaramálin eru í brennidepli. Húsnæðismálin eru á dagskrá. Tekist er á um heilbrigðismál. Á þingi er deilt um pakka, veiðigjöld og skatta. Fýlupúkarnir Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson og Óli Björn Kárason hafa skoðanir á flestu.

Boðið verður upp á kaffi, rúnstykki og vínarbrauð.

Allir hjartanlega velkomnir.

Stjórnin.