Bjarni Benediktsson á fundi Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð

Kæru Sjálfstæðismenn í Borgarbyggð

Við minnum á mánaðarlegan súpufund Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð sem fer fram laugardaginn 5. janúar kl 10.30 – 12.30 á Landnámssetrinu.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra verður sérstakur gestur fundarins.

Gunnlaugur Auðunn Júlíusson sveitarstjóri fer yfir helstu niðurstöður úttektar á stöðu slökkviliðsmála í sveitarfélaginu.

Kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar verða til viðtals um fundargerðir byggðarráðs Borgarbyggðar og önnur málefni sem lúta að sveitarstjórnarstörfunum.

Að fundi loknum verður að sjálfsögðu hægt að fá sér súpu að hætti hússins.

Allir velkomnir