Bættar almenningssamgöngur – strax!

Umhverfis- og samgöngunefnd Sjálfstæðisflokksins verður með opinn fund um nýjar leiðir í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins miðvikudaginn 25. október kl. 17:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1.

Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðingur, kynnir BRT lite, nýjan og hagkvæmari valkost fyrir Borgarlínuna. Þá rýnir Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður, stöðu Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Að framsöguerindum loknum styrir Steinar Ingi Kolbeins pallborðsumræðum og tekur við fyrirspurnum úr sal.

Í pallborði taka þátt auk frummælenda Árni Mathiesen, formaður stjórnar betri samganga, Hildur Björnsdotttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og stjórnarmaður í Strætó bs.

Allt áhugafólk um samgöngumál höfuðborgarsvæðisins er boðið velkomið.