Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 2021 fer fram laugardaginn 24. april nk. kl. 10:00. Fundurinn fer fram á netinu og verður slóð til að komast inn á fundinn send kjörnum fulltrúum í ráðinu daginn fyrir fund.
Dagskrá:
- Setning fundar og val á fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla fráfarandi stjórnar.
- Reikningar kjördæmisráðsins 2019 og 2020.
- Lagabreytingar.
- Ákvörðun árgjalds.
- Stjórnarkjör.
- Kosning formanns.
- Kosning 6 stjórnarmanna.
- Kosning 7 varamanna í stjórn.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
- Kosning 16 fulltrúa í flokksráð og 16 varafulltrúa skv. 13. gr. skipulagsreglna.
- Kosning 7 fulltrúa í kjörnefnd og 3 varafulltrúa skv. 9. gr. laga kjördæmisráðsins.
- Kosning þriggja fulltrúa í miðstjórn og þriggja til vara skv. 23. grein skipulagsreglna.
- Ávarp Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.
- Almennar stjórnmálaumræður.
- Önnur mál.