Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fer fram sunnudaginn 2. október næstkomandi kl. 14:00 í Skíðaskálanum í Hveradölum.
Dagskrá fundarsins:
 1. Skýrsla stjórnar
 2. Ársreikningur 2021
 3. Lagabreytingar (engin tillaga liggur fyrir)
 4. Ákvörðun árgjalds
 5. Stjórnarkjör
  1. Kosning formanns
  2. Kosning 13 stjórnarmanna
 6. Kosning fulltrúa í flokksráð
 7. Kosning þriggja fulltrúa í miðstjórn og þriggja til vara
 8. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara
 9. Ávörp þingmanna
 10. Önnur mál

Framboð til miðstjórnar skulu berast skriflega á ingvarp@xd.is ásamt ljósmynd og að hámarki 200 orða kynningartexta fyrir miðnætti þriðjudaginn 27. september næstkomandi. Kynning á frambjóðendum verður send á fulltrúa kjördæmisráðs í síðasta lagi miðvikudaginn 28. september.