Aðalfundur Baldurs – félags ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi

📅 15. september 2021 0:00

'}}

Aðalfundur Baldurs, félags ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, verður haldinn miðvikudaginn 15. september 2021 kl. 18.00 í sal Sjálfstæðisfélags Seltirninga að Austurströnd 3.

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
3. Umræður um skýrslu og reikninga
4. Kosning í fulltrúaráð og kjördæmisráð
5. Lagabreytingar
6. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda og eins til vara
7. Önnur mál

Stjórnin er kosin á aðalfundi félagsins til eins árs í senn. Formaður er kosinn sérstaklega. Lögum Baldurs má aðeins breyta á aðalfundi og þarf 2/3 atkvæða allra fundarmanna til að breytingin nái fram að ganga. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund.

Framboð til stjórnar og formanns skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund. Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til stjórnar félagsins sendi tölvupóst á seltjarnarnes@xd.is eigi síðar en kl. 18:00 mánudaginn 13. september n.k.

Allir félagsmenn velkomnir!

Stjórn Baldurs