Á undanförnum vikum hefur Landssamband sjálfstæðiskvenna staðið fyrir fundarröð um heilbrigðismál og hafa fundirnir verið velheppnaðir. Nú höldum við norður og fundum á Akureyri.
Við fáum góða gesti til að flytja erindi, m.a. Guðnýju Friðriksdóttur framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HSN sem mun segja okkur frá stöðu mála á Norðurlandi og Völu Pálsdóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, sem ætlar að fjalla um áskoranir í íslensku heilbrigðiskerfi. Að loknum erindum verður opnað fyrir spurningar.
Fundarstjóri er Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur og stjórnarkona í Landssambandi sjálfstæðiskvenna.