Íbúafundur um skipulagsmál í Norður-Mjódd

Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti standa að opnum fundi um skipulagsmál í Norður-Mjódd (Garðheimareit), fimmtudaginn 2. nóvember kl. 16:30-18:30 í félagsheimili sjálfstæðisfélaganna, Álfabakka 14a.
Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt og íbúi í Bökkunum, flytur erindi undir yfirskriftinni: Athugasemd íbúa í Bökkum og Stekkjum við skipulagslýsingu Norður-Mjóddar.
Hildur Björnsdóttir, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, verða að því loknu gestir í pallborði og munu svara spurningum fundargesta.
Fundarstjóri verður Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi.
Sjáumst sem flest, heitt á könnunni.
Félag Sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi
Félag Sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi
Félag Sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi