Opinn fundur – Flugið og íslenskt efnahagslíf

Þér er boðið á áhugaverðan fund, þriðjudaginn 2.apríl kl. 18:30-19:30 í félagsheimili Sjálfstæðismanna að Garðatorgi 7.

,,Flugið og íslenskt efnahagslíf“

Alþingismennirnir Njáll Trausti Friðbertsson og Óli Björn Kárason ræða um stöðuna á fluginu á Íslandi. Fjallað verður bæði um millilandaflugið og innanlandsflugið og þær breytingar sem eru í umhverfi flugsins og tengingu þess við íslenskt efnahagslíf.

Það verður fróðlegt að eiga gott samtal um þetta mikilvæga málefni.

Boðið verður upp á veitingar.

Við hlökkum til að taka á móti þér.

Bestu kveðjur,

Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar