Fundur um raforkumál á Akureyri

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, og sjálfstæðisfélögin á Akureyri boða til fundar um raforkumál í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri fimmtudaginn 7. nóvember kl. 16:00.

Uppbygging flutningskerfis raforku og hvað svo?

Framsöguerindi flytja:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets
Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri
Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar
Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri Þeistareykjavirkjunar
Fulltrúi frá Íslandsstofu

Fundarstjóri: Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður

Davíð Stefánsson, ritstjóri Fréttablaðsins, stýrir pallborðsumræðum að loknum framsögum þar sem Þórdís Kolbrún, Njáll Trausti, Sverrir Jan, Óli Grétar, Guðni og fulltrúi Íslandsstofu sitja fyrir svörum.

Allir velkomnir – heitt á könnunni