Aðal- og varamenn Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum hverju sinni mynda sveitarstjórnaráð Sjálfstæðisflokksins. Flokksbundnir sjálfstæðismenn sem gegna störfum bæjar- eða sveitarstjóra eða taka þátt í sameiginlegum framboðum til sveitarstjórna eiga einnig aðild að ráðinu.
Sveitarstjórnaráð heldur aðalfund sinn á fjögurra ára fresti, að loknum sveitarstjórnakosningum, og kýs sér þá 9 manna stjórn.
Formaður sveitarstjórnarráðs er Jens Garðar Helgason – jens@fiskimid.is
Aðrir í stjórn eru: Gísli Sigurðsson, Skagafirði, Einar Jón Pálsson, Suðurnesjabæ, Ármann Kr. Ólafsson, Kópavogi, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, Mosfellsbæ, Lilja Björg Ágústsdóttir, Borgarbyggð, Gunnar Gíslason, Akureyri og Marta Guðjónsdóttir, Reykjavík.