Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Ég heiti Áslaug Arna og er ritari Sjálfstæðisflokksins. Ég býð mig fram í 3. sæti í prófkjörinu í Reykjavík. Ég er í meistaranámi í lögfræði í Háskóla Íslands og hef m.a. unnið sem blaðamaður og lögreglumaður með námi. Ég var formaður Heimdallar á árunum 2011-2013.

Ég heiti Áslaug Arna og er ritari Sjálfstæðisflokksins. Ég býð mig fram í 3. sæti í prófkjörinu í Reykjavík. Ég er í meistaranámi í lögfræði í Háskóla Íslands og hef m.a. unnið sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og lögreglumaður á Suðurlandi með námi. Ég var formaður Heimdallar á árunum 2011-2013 og hef setið í stjórn SUS og miðstjórn. Þá skipaði ég einnig 11. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður í alþingiskosningunum 2013. Ég hef ávallt tekið virkan þátt í félagsstarfi, ég var fastur álitsgjafi í þættinum Mín skoðun árið 2014 hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2 og haldið úti podcast þætti á Kjarnanum.

Ég hef barist fyrir auknu frelsi og frjálslyndi og samfélagi þar sem einstaklingar fá að njóta sín. Nái ég kjöri mun ég halda áfram að berjast m.a. fyrir bættri forgangsröðun í ríkisrekstri, húsnæðismálum, menntamálum, heilbrigðismálum, réttindum fatlaðra ásamt hinum ýmsu minni frelsismálum sem gleymast oft í umræðunni. Þegar kemur að húsnæðismálum er hið opinbera vandamálið, ekki lausnin. Óþarflega flókið og strangt regluverk ýtir undir húsnæðisverð og gerir fólki erfiðara fyrir að koma þaki yfir höfuðið.

Eitt brýnasta verkefni stjórmmálamanna er að skapa umhverfi þar sem þeim sem vilja gefst raunhæfur kostur á að eignast sitt eigið húsnæði og þar sem virkur leigumarkaður fær þrifist. Nánar má kynna sér stefnumálin mín á heimasíðunni minni.Ég hvet alla til að taka þátt í prófkjöri þar sem þú getur haft áhrif á hvaða einstaklingar skipa lista flokksins í komandi Alþingiskosningum. Ég hlakka til að taka þátt í komandi prófkjöri og kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Hægt er að fylgjast með kosningabaráttunni minni og fá nánari upplýsingar um mig á www.aslaugarna.is og öllum samfélagsmiðlum @aslaugarna.